FLE blaðið - 01.01.2010, Qupperneq 18

FLE blaðið - 01.01.2010, Qupperneq 18
NRF er kjörinn til tveggja ára í senn. Á aðalfundi 2009 var undirrituð kjörinn forseti NRF til ársins 2011. Auk aðalfunda ár hvert hittast formenn og framkvæmdastjórar einu sinni á ári en meginstarfsemin hvílir á herðum framkvæmdastjóra aðildarfélaganna og framkvæmdastjóra sambandsins en þessir aðilar halda mánaðarlega símafundi auk annarra samskipta og funda. Tilvist NRF er mikilvæg fyrir aðildarfélögin þar sem hagsmunir norrænna endurskoðenda fara saman í mörgum tilfellum enda aðstæður og uppbygging samfélagsins svipuð á öllum Norðurlöndunum og þarfirog nálgun öll því sambærileg. Margret G. Flóvenz ff W ' Starfsemi FLE AIh Sigurður B. Arnþórsson er löggiltur endurskoðandi og framkvæmdastjóri FLE Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi FLE með tilkomu nýrra laga um endurskoðendur sem tóku gildi í ársbyrjun 2009 og ýmsar skyldur lagðar á herðar félagsins sem því er ætlað að sinna. í lögunum kemur fram að endurskoðendum beri að rækja störf sín í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og staðla um gæðaeftirlit. Kröfur til menntunar sem og endurmenntunar hafa verið auknar og hlutverk Endurskoðendaráðs er orðið mun víðtækara en áður. Allar þessar breytingar á starfsumhverfi endurskoðenda kalla því á miklar breytingar á starfsemi félagsins og hafa reyndar þegar gert á mörgum sviðum. Það var því ekki að ástæðulausu sem stjórn félagsins sá ríka ástæðu til þess að láta fara fram stefnumótunarvinnu meðal félagsmanna haustið 2008 í þeim tilgangi að fara yfir starfsemi og skipulag félagsins. Sterk skilaboð komu fram varðandi endurmenntun og upplýsingaflæði til félagsmanna sem félagið hefur reynt að bregðast við. Eitt fyrsta verk nýrrar stjórnar í ársbyrjun 2009 var að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf. Á vormánuðum urðu síðan aftur mannabreytingar á skrifstofu félagsins og var þá ráðinn skrifstofustjóri í fullt starf. Ætlun stjórnarinnar var sú að verkefnum yrði að hluta til létt af stjórn félagsins og faglegt innra starf FLE yrði meira. Einnig að skapa grundvöll til að bregðast við þeim óskum sem höfðu komið fram í stefnumótunarvinnunni og þeim kröfum sem breytt starfsumhverfi endurskoðenda kallar á. Starfið framundan Félagið hefur verið að kanna ýmsa möguleika á frekara námskeiðahaldi og hefur það verið gert í samstarfi við nefndir félagsins og einstaka félagsmenn. Út úr þeirri vinnu hefur komið grunnur að námskeiðum eða morgunfundum sem tækju á hinum ýmsu faglegu málum sem þörf væri á hverju sinni. Þar mætti meðal annars fara yfir alþjóðlegu endurskoðunarstaðlana með sambærilegum hætti og gert var þegar alþjóðlegu reikningsskilastaðlarnir voru innleiddir á sínum tíma. Fyrirhugað er að morgunkornin verði haldin í þeim mánuðum þar sem ekki eru ráðstefnur fyrir á vegum FLE. Þessi fræðsla verður hrein viðbót við þau námskeið og ráðstefnur sem fastanefndirnar standa reglulega fyrir. Formið á þessum morgunkornum verður blanda af fyrirlestrum og verkefnavinnu. Endurskoðunarnefnd, reikningsskilanefnd og skattanefnd munu sem fyrr standa fyrir faglegum ráðstefnum og námskeiðum auk þess að fylgjast með og taka þátt í þróun á þeim sviðum sem þær fjalla um og miðla upplýsingum til félagsmanna. Þá mun félagið bregðast við ef upp koma óskir eða þarfir um viðbótarnámskeið. Til þess að fylgja enn frekar eftir óskum félagsmanna frá fámennum stofum, um endurmenntun, miðlun upplýsinga og hjálpargagna sem og frekari skoðun á Descartes hefur framkvæmdastjóri fengið til liðs við sig tvo vaska félagsmenn til að mynda vinnuhóp. Fllutverk hópsins er að koma með hugmyndir að námskeiðum og hrinda í framkvæmd málefnum sem koma þessum hópi til góða. Eitt af því sem fjallað var um á stefnumótunarfundinum var hagsmunagæsla og miðlun upplýsinga út á við. Haft hefur verið samband við fjölmiðla og haldnir fundir með fulltrúum þeirra þar sem farið varyfir hvað felst í störfum endurskoðenda, hlutverk þeirra og ábyrgð. Einnig var starfsemi félagsins kynnt, þeim afhent ýmis upplýsandi gögn um endurskoðendur, og því lýst yfir að skrifstofa félagsins væri boðin og búin að veita upplýsingar og svör ef eftir því yrði leitað. Til skoðunar hefur verið sú hugmynd að koma á framfæri við fjölmiðla hnitmiðuðum greinum til birtingar, þar sem fjallað væri um hlutverk og ábyrgð endurskoðenda og þá tekin fyrir afmörkuð efni. í þessum efnum eru það félagsmenn sjálfir fyrst og fremst sem félagið treystir á og eru allir sem penna geta valdið hvattir til að skrifa greinar um málefni endurskoðenda. 18 • FLE blaðiðjanúar2010

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.