FLE blaðið - 01.01.2010, Side 19

FLE blaðið - 01.01.2010, Side 19
Sigurður framkvæmdastjórí félagsins í vinnunni. Stjórnin boðaði formenn nefnda á fund. Þessu tengt hefur félagið hafið vinnu við að skoða og skilgreina vefsíðu félagsins með tilliti til þess að gera meiri greinarmun á ytri og innri vefsíðu, þannig að upplýsingar á ytri vefnum væru ætlaðar fjölmiðlum og almenningi en innri vefurinn væri svo sniðinn að upplýsingaþörf félagsmanna. Afmælisárið 2010 Framundan er stórt ár hjá Félagi löggiltra endurskoðenda, því þá verður FLE 75 ára. Það er því ærið tilefni til að blása í lúðra og gera ýmislegt í tilefni þessara merku tímamóta. Síðastliðin tvö til þrjú ár hefur verið starfandi afmælisnefnd á vegum stjórnar FLE, sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi fyrir afmælisárið. Þar ber hæst sú metnaðarfulla vinna sem nú er í gangi að gefa út tvær bækur í tengslum við afmælið. Annars vegar félagatal yfir alla endurskoðendur frá upphafi og svo hins vegar útgáfa bókar með sögu félagsins. Félagið hefur gert verksamninga við tvo aðila sem vinna að þessum ritsmíðum og er fyrirhugað að félagatalið komi út næsta haust, en saga félagsins vorið 2011. Það er skoðun stjórnar félagsins að hér sé á ferðinni þarft verk, enda verið að skrá sögu félagsins með markvissum hætti. Ef ekki væri ráðist í þetta stórvirki núna eru líkur á því að þeir félagar sem þekkja upphafsárin best hverfi frá okkur með ósagða söguna. En það er fleira sem stendur til tengt afmælinu. Afmælis- dagurinn er 16. júlí og það á föstudegi og er þegar búið að taka frá Hótel Borg fyrir afmælisboðið sem verður með hefðbundnu sniði, afmæliskaffi og köku. Efnt verður til afar veglegrar afmælisráðstefnu þann 24. september þar sem mörgum mætum gestum verður boðið. Að ráðstefnunni lokinni verður svo haldið afmælishóf með léttu sniði. Reikningsskiladagurinn sem vanalega er haldinn í september, verður felldur niður sem slíkur en ætlunin er að taka inn á Haustráðstefnuna efni tengt reikningsskilum. Erlent samstarf FLE hefur að vanda átt mikið og gott samstarf við systrafélög sín á Norðurlöndum. Eitt af verkefnum framkvæmdastjóra er að fylgja eftir erlendu samstarfi og hefur hann átt fundi með öllum framkvæmdastjórum Norðurlandanna, á ferðum sínum vegna samstarfs innan NRF. Á þeim fundum hafa komið fram áhugaverðar upplýsingar um starfsemi og uppbyggingu systrafélaga FLE sem eru afar gagnlegar og koma til með að nýtast við eflingu á starfsemi félagsins okkar. NRF samstarfið er mikilvægt fyrir FLE en þar eru haldnir mánaðarlegir símafundir og jafnframt hittast framkvæmdastjórar og formenn reglulega. Á síðastliðnu ári starfaði rýnihópur innan NRF sem gerði könnun á þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja fyrir þjónustu endurskoðenda í víðum skilningi. í hverju landi voru tekin viðtöl við fulltrúa fjármálastofnana, til að kanna hvaða kröfur þeir gerðu um staðfestingar endurskoðenda á fjárhagslegar upplýsingar, og jafnframt voru sendar fyrirspurnir til valinna fyrirtækja til að kanna hvaða þjónustu þau hefðu þörf fyrir. Hér heima var þessi könnun unnin af skrifstofu félagsins í samstarfi við Endurskoðunarnefnd FLE. Áfanganiðurstaða þessarar könnunar var nýlega kynnt á ársfundi NRF og jafnframt ákveðið að rýnihópurinn héldi áfram störfum og gerði könnun á þörfum um einföldun á regluverki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Jafnframt er verið að skoða hvort IFRS fyrir SME, lítil og meðalstór fyrirtæki, sé ákveðin lausn varðandi reikningsskil eða hvort þaö eigi almennt að einfalda reikningsskil lítilla félaga enn frekar. Samstarf FLE innan NRF gerir það að verkum að rödd félagsins heyrist bæði innan FEE og IFAC. Við megum líka vera stolt af því að okkur er treyst fyrir mikilvægum verkefnum í þessu samstarfi, sem sést meðal annars á því að Margret Flóvenz hefur nú verið kosin forseti NRF til næstu tveggja ára og ekki síður að Kristrún Ingólfsdóttir hefur verið endurkjörin sem fulltrúi NRF til næstu þriggja ára í menntunarnefnd IFAC. Mikil og hörð samkeppni er meðal aðildarfélaga IFAC um að koma sínum fulltrúum að í hinar ýmsu nefndir innan sambandsins. Félagsmenn geta því verið stoltir af því að það skuli einmitt vera félagsmaður FLE sem nýtur svo mikils trausts. Staða endurskoðenda Það er ekki ofsögum sagt að síðastliðið ár hafi verið viðburðarríkt. Hið mikla efnahagshrun, sem orðið hefur um víða veröld, hafði víðtæk áhrif hér á landi, svo mikil að jafnvel mætti halda því fram að fjármálakreppan risti dýpra hér en víða annars staðar. Umfjöllun um endurskoðendur og störf þeirra FLE blaðið janúar 2010 • 19

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.