FLE blaðið - 01.01.2013, Side 7

FLE blaðið - 01.01.2013, Side 7
Áhugasamir nemar á spjallstofu - Ásbjörn Björnsson spjallar um skattamál hann gerður mun aðgengilegri og opnari fyrir félagsmenn hvað varðar innskráningu endurmenntunar. Þar verður höfð að leiðarljósi sú staðreynd að félagsmenn bera sjálfir ábyrgð á endurmenntun sinni, en félagsins er að halda námskeið og ráðstefnur sem fullnægja endurmenntunarkröfum laganna og í samræmi við óskir félagsmanna. Félagið mun eins og hingað til veita félagsmönnum þá þjónustu að halda utan um alla þeirra endurmenntun, hvort sem er á vettvangi FLE eða þriðja aðila, enda ber félaginu að halda skrá yfir endurmenntun og senda Endurskoðendaráði, í samræmi við reglugerð þar um. Nemaaðild Það sögulega skref var stigið á aðalfundi fyrir um ári síðan, að opna félagið fyrir nemum í endurskoðun. í framhaldi af því var boðað til kynningarfunda með nemum og þeim boðin aðild að félaginu. Jafnframt var stofnaður samráðshópur úr þeirra hópi til þess að vera vettvangur fyrir félagið til að ræða óskir þeirra og væntingar með félagsaðild. Fyrir utan að standa fyrir yfirferð löggildingarprófa þá var tekin upp sú nýbreytni að halda sér- stakt námskeið þar sem farið var yfir ýmis praktísk atriði varð- andi undirbúning fyrir löggildingarprófið sjálft og var það opið fyrir alla. Á þetta námskeið mættu um 30 endurskoðunarnemar og þótti það takast vel. Síðastliðið haust stóð félagið síðan fyrir svokölluðum spjallstofum fyrir þá endurskoðunarnema sem eru félagsmenn í FLE. Haldnar voru þrjár slíkar stofur í húsakynnum félagsins þeim að kostnaðarlausu og skapaðist þar vettvangur fyrir góðar umræður, en fulltrúar fagnefnda mættu á spjallstofurnar. Mikil ánægja var meðal nema með þennan vettvang til skoðanaskipta og standa væntingarfélags- ins til þess að áframhald verði á þessu fyrirkomulagi. Ýmis verkefni Siðaefndin hefur verið að vinna að „vegvísi fyrir kaupendur endurskoðunarþjónustu". Þar er fjallað almennt um störf endurskoðenda, ákvæði laga sem horfa ber til við ráðningu endurskoðanda, skilgreiningar á tegundum útboða, útboðs- leiðbeiningar og sýnishorn af dæmigerðum útboðsgögnum og vinnuskjölum svo eitthvað sé nefnt. Stefnir nefndin að því að vegvísirinn verði aðgengilegur á heimasíðu félagsins í byrjun árs 2013. Gæðaeftirlitið sem FLE annast í umboði Endurskoðunarráðs, fór af stað nú í september eða um tveim mánuðum fyrr en vanalega og gerir félagið sér vonir um að það verði til bóta bæði fyrir þá sem sæta eftirliti sem og þá sem annast fram- kvæmdina. Stjórn FLE hefur ákveðið að gera gagngerar breytingar á heimasíðu félagsins og innri síðu félagsmanna. Sú vinna er þegar hafin, þar sem að koma Kynningarnefnd félagsins og starfsmenn þess ásamt sérfræðingum í vefsíðugerð. Mun nýr vefur sjá dagsins Ijós um áramót 2012-13. Mikilvægur liður í starfsemi félagsins er að taka þátt á þeim samstarfsvettvangi sem fer fram innan NRF og FEE. Þar hafa framkvæmdastjóri og formaður félagsins fylgst með breyt- ingum til framtfðar í starfsumhverfi okkar og hlutast til um [ að koma þeim upplýsingum á framfæri innan félagsins m.a. með því að fá þá einstaklinga sem gæta hagsmuna endurskoð- enda innan alþjóðlegra samtaka til að koma á ráðstefnur FLE og flytja okkur erindi um þau málefni sem brenna heitast þá stundina. Þetta hefur einnig opnað aðgengi að fjölmiðlun og verið grundvöllur að betri umræðu um málefni endurskoðenda. Þessi vettvangur hefur ekki síður gefið okkur styrkari grundvöll í samskiptum félagsins við stjórnvöld og eftirlitsaðila hér á landi og veitt okkur möguleika á að koma á framfæri ýmsum mikil- vægum upplýsingum og gögnum sem við fáum frá erlendum samstarfsaðilum. Að lokum Ég vil að lokum þakka öllum nefndum og stjórn félagsins fyrir afar ánægjulegt og mikilvægt samstarf á liðnu starfsári. Sérstaklega vil ég þakka formanni félagsins og formönnum nefnda fyrir samstarfið. Sigurður B. Arnþórsson FLE blaðið janúar2013 • 5

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.