FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 12

FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 12
Hvaöa leið er valin virðist hafa talsverð áhrif á niðurstöður virðisrýrnunarprófsins t.a.m. eru veiðigjöld næsta árs ákvörðuð lág til aðlögunar fyrir sjávarútveginn og því talsverðar líkur á að þau verði hærri til framtíðar. í greinargerð frumvarpsins byggir á fram- reiknaðri arðsemi ársins 2010 en það ár var einstaklega gjöfult þar sem afurðaverð á erlendum mörkuðum var hátt og mun hærra en í dag. Fyrir stærri félög má gera ráð fyrir því að leið tvö sé besta leiðin enda ætti afkoma stórra félaga sem hafa háa hlutdeild í heildarafla að vigta þungt inn í meðalarðsemi iðnaðarins. Þó má sennilega gera ráð fyrir að sú arðsemi sé eitthvað hærri en meðalarðsemi. Annað álitamál snýr að stofnverði rekstrarfjármuna sem reiknuð ávöxtunarkrafa kemur til frádráttar á veiðigjaldastofni. Við útreikn- ing á stofnverði skal miða við vátryggingarverðmæti skipa að viðbættum 20%, en verðmæti fasteigna og annarra rekstrarfjármuna skal reikna upp m.v. vísitölu byggingakostnaðar. Ljóst er að útreiknað stofnverð er annað en skattalegar afskriftir fastafjármuna sem lagðar eru til grundvallar prófinu. Því þurfa félög að halda sérstaklega utan um áætlun um þróun á útreiknuðu stofnverði og afskriftarstofni (prófinu. Útreikningur á veiðigjaldi byggt á afkomu hvers árs Botnfiskur 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Útreikningur á stofni til veiðigjalds Rekstrarfjármunir 5.000.000 5.057.470 5.057.470 5.085.248 5.111.637 5.136.574 Birgðir 1.000.000 1.000.000 1.055.556 1.108.333 1.158.208 1.192.955 Verðmæti rekstrarfjármuna 6.000.000 6.057.470 6.113.026 6.193.581 6.269.845 6.329.529 EBITDA skv. rekstraráætlun 1.872.000 1.872.000 1.976.000 2.074.800 2.168.166 2.233.211 Reiknuð ávöxtun á rekstrarfjármuni (8%) 480.000 484.598 489.042 495.486 501.588 506.362 Stofn til útreiknings veiðigjalds 1.392.000 1.387.402 1.486.958 1.579.314 1.666.578 1.726.849 Hlutfall gjalds 50% 55% 60% 65% 65% Veiðigjald (greiðist á næsta fiskveiðiári) 696.000 693.701 817.827 947.588 1.083.276 1.122.452 Kr 26,8 26,7 31,5 36,4 41,7 43,2 Fastgjald 9,5 9,5 9,5 9,5 9,5 9,5 Sérstakt gjald 17,3 17.2 22,0 26,9 32,2 33,7 Mynd 2. sýnir útreikning á veiðigjaldi byggt á áætlun félagsins úr dæminu á mynd 7. Þriðja álitamálið og eitt það áhugaverðasta snýr að sérákvæði um lækkun veiðigjalds vegna vaxtaberandi skulda við kaup á kvóta. Sjávarútvegsfélög hafa fjárfest í sínum kvóta með misjöfnum hætti og hafa sum þeirra keypt flest allan sinn kvóta með eigin fé á meðan önnur hafa farið í skuldsett kaup á kvóta. Ljóst er að félög sem fjármögnuðu kaup á aflaheimildum með lántöku greiða lægri veiðigjöld heldur en þau sem fjármögnuðu kaupin með eigin fé. IAS 36 tekur sérstaklega fram að meta skuli eign (aflaheimildir) óháð skuldsetningu þ.e. eignamat og styðjast við markaðs- skuldsetningu. Ef staðallinn heimilar ekki að horfa til raunverulegrar skuldsetningar félaga eða kvóta við framkvæmd prófs má spyrja hvernig skal meðhöndla sérstakan frádrátt vegna skuldsettra kaupa á kvóta í virðisrýrnunarprófinu. Spurningin hér hlýtur að snúa að því hvort það megi reikna frádrátt út frá skuldsetningu hvers félags eða á að miða skuldsetningu og lántöku við það hlutfall sem lágmarkar veiðigjöld og þannig hámarkar rekstrarvirði aflaheimilda. Sé síðarnefnda leiðin sú rétta hlýtur hún að eiga við öll félög sem eiga aflaheimildir óháð því hvernig þau fjármögnuðu kaupin í upphafi þar sem markaðsaðili myndi alltaf leita eftir því skuldasetningarhlutfalli. Sérstakur frádráttur vegna skuldsetningar 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Skuldsetning vegna kvóta 7.000.000 6.650.000 6.317.500 6.001.625 5.701.544 5.416.467 Peningalegar eignir -500.000 -500.000 -500.000 -500.000 -500.000 -500.000 Vaxtagjöld 280.000 266.000 252.700 240.065 228.062 216.659 4% af stofnvirði rekstrarfjármuna -200.000 -202.299 -202.299 -203.410 -204.465 -205.463 Sérstakur frádráttur 80.000 63.701 50.401 36.655 23.596 11.196 Kr. 3,1 2.5 1,9 1.4 0,9 0,4 Mynd 3. sýnir útreikning á iækkun á veiðigjaldi byggt á skuldsetningu kvóta. Eins og sést glögglega á mynd 4 hafa lög um veiðigjöld flækt verulega áætlanagerð og sjóðstreymisspá sem útreikningar á notkunarvirði byggja á. Einnig er Ijóst að veiðigjöldin hafa talsverð áhrif á niðurstöður prófsins og þarf félagið að færa virðisrýrnun sem nemur 8,3 milljónum Evra eða 1,3 milljörðum ISK. 10 • FLE blaðið janúar2013

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.