FLE blaðið - 01.01.2013, Side 19
Félagsmenn erlendis
Guðmundur Magnason
íKanada
Þannig er mál með vexti að ég er fæddur í Montreal í franska
hluta Kanada og síðar uppalinn á heimalandinu íslandi. Það var
ávallt í undirmeðvitundinni að fara yfir hafið og sjá fæðingar-
staðinn einhvern tíma. Árin liðu og eftir skólaárin, stofnun fjöl-
skyldu og að fenginni löggildingu, varð að taka ákvörðun, nú
eða aldrei. Ekki varð úr að við færum til „litlu Parísar" að þessu
sinni. Samkvæmt umsögnum góðra manna var Albertafylki I
miklum uppgangi, fullt af tækifærum. Lokaákvörðunin var tekin
og Calgary borg I „villta vestrinu" varð fyrir valinu. Upphaflega
var ætlunin að dvelja hér I tvö ár eða svo til að kynnast nýrri
menningu og kannski víkka svolítið sjóndeildarhringinn. Þessi
tveggja ára ævintýraför er nú komin á fjórða áratuginn.
Fyrstu dagarnir I Calgary voru að vetri til. Ég ráfaði um aðal-
götur miðborgarinnar til að heimsækja endurskoðunarfyrirtæki
I yfir 30 stiga gaddi með íslenska lambaskinnshúfu, í þykkum
Zivago frakka og vafði góðum trefli um andlitið. Hárin frusu
óþægilega í nasaholunum við andardráttinn. Þetta var heldur
ekki góður tími til að sækja um vinnu hjá endurskoðendafyrir-
tækjum. Mér var tjáð eftir viðtöl við nokkur af helstu stofunum
að ráðningar færu jafnan fram í ágúst-september. Eftir nokkra
þrákelkni og þolgæði náði ég betri tengslum við eina af stóru
Þrjár kynslóðir í Kanada
stofunum. Viðtölin urðu þrjú. Ég las á milli línanna „hvað veit
þessi strákurfrá íslandi um endurskoðun og reikningsskil"? Ég
var með gott veganesti frá lærimeisturum mínum á íslandi og
gat sannfært viðmælendur um að ég hefði verið viðriðinn mörg
góð og fjölbreytt verkefni þarna uppi á norðurhvelinu. Einnig
var mér tjáð I síðasta viðtalinu að firmað legði mikla áherslu á
óhæði. „Vissulega" sagði ég „kjörorðin hjá mínu félagi eru, að
það er ekki nóg að vera óháður í reynd, endurskoðandi verður
að vera óháður I ásýnd". Við þetta fékk ég traust handaband og
stuttu síðar staðfest tilboð með bréfboða.
Miðbærinn í Calgary
Skrifstofur firmans voru glæsilegar á tveimur hæðum í háhýsi
í miðborginni með útsýni í allar áttir þ.á.m. Klettafjöllin í vestri,
þakin snjóbreiðum eins og augað eygði, frá norðri til suðurs.
Mér varð þegar Ijóst eftir nokkur verkefni, að hjá þessu ágæta
fyrirtæki var fagmennska og þjónusta fyrir viðskiptavini í háveg-
um höfð. Hérna störfuðu vel á annað hundruð manns I ýmsum
sérhæfðum deildum.
Til að byrja með voru verkefnin aðallega fyrir einkafyrirtæki, hér
stundum nefnd „small business", en reyndin var þó oft önnur.
Síðar starfaði ég við endurskoðunardeildina fyrir olíuiðnaðinn.
Þessi iðnaður var nýr heimur þar sem sérhæfing gildir hjá öllum
fagstéttum, endurskoðendum, lögfræðingum, jarð- og jarð-
eðlisfræðingum svo dæmi séu nefnd. Einnig gilda margar sér-
reglur í skattalögum fyrir þennan iðnað.
Eftir liðlega áratug varð ég var við starfsleiða, sama rútínan og
á stundum var yfirvinna mikil. Svo varð úr að ég fylgdi mörg-
um starfsbræðrum sem fóru út til fyrirtækjanna. Það var mun
algengara hér en heima á sínum tíma. Um eða yfir 50% leituðu
til fyrirtækjanna og margir hverjir strax við löggildingu. Ég fékk
>•
FLE blaðiðjanúar2013 • 17