FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 21
Félagsmenn erlendis
Ómar Gunnar Ómarsson
í Svíþjóð
I dag erum viö fjölskyldan búsett í Lundi í Svíþjóð, en við
komum hingað út um mitt ár 2010 og hefur okkur líkað afskap-
lega vel. Ástæða þess að fjölskyldan fór erlendis var sú að
kona mín sérhæfir sig sem svæfingarlæknir. Planið mitt var
ekki eins niðurneglt og hjá konunni, en það virðist oft vera
þannig með maka lækna sem fara erlendis. Ég var þó ákveðinn
í upphafi að þetta ævintýri okkar ætlaði ég að nýta mér.
Nýkominn af Dale Carnegie námskeiði hjá Deloitte setti ég
markmiðasetningar strax i gang. Ég hafði unnið á endurskoð-
unarskrifstofu á íslandi i tæp átta ár og þó ég hafi ekki verið
viss á þeim tíma, þá reyndi ég að telja mér trú um það að það
væri hægt að gera eitthvað annað í lífinu. Ég setti niður á blað
hjá mér þrjú atriði sem ég ætlaði að ná fram og geta tékkað við
þegar ég kæmi heim. Þessi þrjú atriði sem ég setti á blað voru
að læra sænskuna, fá starfsreynslu erlendis og nýta þennan
tíma til að læra aðeins meira.
Ómar Gunnar með Bryndísi Huldu í Svíþjóð
Til að ná mér í fyrsta x-ið á tékklistann skellti ég mér í strangt
sænskunám. Burtséð frá Dale Carnegie markmiðasetningu
minni, taldi ég mikilvægt að taka sænskuna strax föstum
tökum til að skilja Svíana í framhaldinu. Ég komst þó að því að
það þarf meira en sænskunámskeið til að skilja Svíana. Ekki
aðeins vegna þess að Svíarnir séu nokkuð sér á báti þá er
skánskan (mállýska) hér í suður-Svíþjóð ekki fyrir nokkurn
mann að skilja. En þökk sé góðu sænskunámi og miklum lestri
get ég sett gott x f tékklistann við sænskukunnáttu.
Ómar Gunnar í faðmi fjölskyldunnar
Kross tvö I tékklistann kom ekki að himnum ofan. Skapaðist
það helst að því að það er ekki þannig hér á Lundar-Malmö
svæðinu að atvinnuboðum rigni inn um bréfalúguna. Hér er
atvinnuleysi mikið og ég held að það sé nánast tvöfalt á við
það sem gerist á íslandi, þrátt fyrir að Jóhanna og Steingrímur
komi þar hvergi nálægt. En volæði og leiðindi er eitthvað sem
ég forðast almennt og í vor leitaði ég til Noregs eftir atvinnu,
því krossinn við atvinnureynslu erlendis skyldi koma. Það var
allt annað hljóð í Norðmönnum, því umsókn mín var varla
komin til Noregs þegar ég var kominn með atvinnutilboð frá
Deloitte i Stavanger. Ég tók þessu góða atvinnuboði og núna
vinn ég á endurskoðunarsviði Deloitte í Stavanger, þar sem
áhersla er lögð á bankastarfsemi og önnur fyrirtæki sem gera
upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Einnig hef
ég dottið inn í önnur verkefni sem snúa að fyrirtækjum í olíu-
geiranum, en hér snýst allt um olíu og ekki óeðlilegt að
Stavanger sé kallað Dubai norðursins. Kross tvö er því á góðri
leið á blaðið góða.
Síðasti krossinn var svo að setjast aðeins meira á skólabekk.
Það er alveg klárt að búandi í Lundi þá má ég nú varla koma
heim með minna en tvær háskólagráður, veit um einn sem
kom heim með fimm (Georg Bjarnfreðarson). Fyrsta skrefið var
að ná mér í mastersgráðu í reikningsskilum og endurskoðun.
Öllum námskeiðum í mastersnáminu er nú lokið, en þessa
dagana er ég að klára mastersritgerðina mína sem snýr að
rannsókn á ráðningu endurskoðanda að undangengnu útboði. í
framhaldinu er stefnan sett á seinni háskólagráðuna til að klára
síðasta Dale Carnegie krossinn og koma mér heim.
►
FLE blaðiðjanúar2013 • 19