FLE blaðið - 01.01.2013, Side 25
Reikningsár fyrirtækja ættu að vera mismunandi
Jón Rafn Ragnarsson er löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte ehf.
9
y
Laugardaginn 20. janúar 1979 birtist viðtal við þáverandi for-
mann Félags löggiltra endurskoðenda, Ólaf Nilsson, á viðskipta-
síðu Morgunblaðsins enda var tími reikningsskilanna að ganga
I garð og því ekki úr vegi að fjalla um málefni endurskoðenda.
í viðtalinu sagði Ólafur m.a.: „Ljóst er að vinnuálagið á þessa
stétt er mjög mikið á vissum árstímum og æskilegt að því yrði
dreift jafnar yfir árið t.d. með því að hafa annað reikningsár hjá
fyrirtækjum en almanaksárið".
Á viðskiptasíðu Morgunblaðsins ( mars 1991 er viðtal við Ernu
Bryndísi Halldórsdóttur endurskoðanda og hún spurð hvaða
breytingu hún vilji aðallega gera hjá endurskoðendum og svarar
hún að það sé t.d. mjög erfitt að reka endurskoðunarstofu
vegna þess að álagið sé svo miklu meira frá janúar til júní en
seinni hluta ársins og það geri allt starfsmannahald erfitt. Hún
bætir við að það sé sorglegt hvernig maður hverfur úr lífinu og
öllu á þessu tímabili. Maður missir af svo miklu í kringum sig.
Ef hún vildi t.d. taka þátt í einhverjum félagsstörfum dettur hún
sjálfkrafa út fyrri hluta ársins og síðan koma sumarfrí og eftir
það eru aðeins nokkrir mánuðir eftir af árinu.
Þeir sem vinna við endurskoðun vita að starfsumhverfið hefur
breyst mikið síðan 1979, árið sem undirritaður fæddist og
framangreint viðtal var tekið við Ólaf Nilsson. Við hefur tekið
mikil tölvu- og tæknivæðing, innleiðing alþjóðlegra endur-
skoðunarstaðla, alþjóðlegra reikningsskilastaðla, ítarlegri
formleg skráning vinnupappíra o.fl. Það sem hefur hins vegar
lítið breyst er hið mikla álag sem fylgir hinum dimmu fyrstu
mánuðum ársins, þegar endurskoðendur vinna myrkranna á
milli. Tilgangur þessarar greinar er þó ekki að vekja athygli á
að reikningsár fyrirtækja ættu að vera mismunandi til þess að
endurskoðendur geti átt meiri frítíma til að sinna öðrum hugð-
arefnum fyrstu mánuði ársins. Staðreyndin er hins vegar sú að
ársreikningagerð er upplýsingaleikur og með henni er verið að
segja sögu. í sumum tilvikum er starfsemi fyrirtækis þannig að
hún er stöðug allt árið um kring og ekki skiptir þá öllu máli þótt
tekin sé staða í lok desember, lok mars, lok júlí eða september.
Við aðrar aðstæður er fyrirtæki í miðri á í sinni starfsemi þegar
flugeldum er skotið á loft við áramót. Gott dæmi um slíkt er t.d.
íþróttafélög sem starfa að vetri til, enda er það svo að knatt-
spyrnuveldi eins og t.d. Manchester United og Glasgow Celtic
nota reikningsárið frá 1. júlí til 30. júní enda eru tekjusamningar
fyrir auglýsendur og kostnaðarsamningar við leikmenn gerðir
fyrir það tímabil. Áætlanir eru gerðar miðað við tímabilið og
því eðlilegt að gera upp reikningsárið miðað við sama tfma, en
ekki við lok almanaksársins. Þetta þekki ég af eigin raun með
stjórnarsetu fyrir handknattleiksfélag sem gerir upp miðað við
áramót. Það er mjög sérstakt að setjast niður og skrifa skýrslu
stjórnar og rekja málefni fyrra tímabilsins sem er öllum gleymt
sem síðari hluti keppnistímabilsins á undan og síðan fjalla um
upphaf þess næsta sem er fyrri hluti yfirstandandi keppnis-
tímabils. f áðurnefndu viðtali við Ernu Bryndísi frá 1991 nefnir
hún að ríkið og sveitarfélög ættu að hefja reikningsár miðað
við 1. september sem hentar miklu betur þeirra starfsemi m.a.
vegna þess að þá hefst skólaárið, gatna- og vegagerð og sum-
arleyfum lýkur á þessum tíma. Þingið hefur störf og fjárlögin
gætu þá verið tilbúin á vorin vegna rekstrarársins, sem hefst
um haustið. Áramótin skera hins vegar allan þennan rekstur í
sundur á miðju tímabili þannig að skýrslugjöfin inniheldur alltaf
fyrri hluta og seinni hluta rekstrartímabils en aldrei samfellt
rekstrartímabil.
Þannig er þessu einnig farið hjá mörgum fyrirtækjum, þ.e. að
reikningsárið sker í sundur starfsemi þeirra á miðju tímabili.
Um aldamótin var nokkuð um það að útgerðarfélög gerðu
reikningsskil sín miðað við kvótaárið í stað almanaksársins t.d.
Vinnustöðin hf„ Fiskiðjusamlag Húsasvíkur, o.fl. Eftir nokkur ár
breyttu þau flest þó aftur til baka í almanaksárið og sennilega er
skýringin sú að með stækkun á virkum verðbréfamarkaði eftir
aldamótin var það talið fyrirtækjum til trafala á þeim markaði
að vera með annað reikningsár en almanaksárið vegna saman-
burðar o.fl.
Ölgerðin breytir um reikningsár
í janúar 2011 dæmdi Hæstiréttur ríkinu í vil í máli nr. 212/2010
sem var Ölgerð Egils Skallagrímssonar ehf. gegn íslenska
ríkinu. í málinu gerði Ölgerðin kröfu um að úrskurður
Ríkisskattstjóra um synjun á beiðni um breytingu reikningsárs-
ins yrði ógiltur. Ölgerðin hafði óskað eftir því að rekstrarárið
yrði frá 1. mars til loka febrúar ár hvert. Ríkisskattstjóri synjaði
beiðni Ölgerðarinnar á þeim grundvelli að Ölgerðin uppfyllti
ekki skilyrði til að fá undanþáguna en þau voru sett fram f
ákvarðandi bréfi nr. 3/2004.
Ákvarðandi bréf nr. 3/2004 setur miklar skorður við því að reikn-
ingsári sé breytt enda verulegir hagsmunir skattyfirvalda og
annarra af því að samræmi sé á því hvaða tekjutímabil uppgjör
skatta og skattaðila miðist við. Flest þau kerfi sem notuð eru
við skattvinnslu eru miðuð við almanaksárið og öll frávik frá því
leiða til aukins umstangs og kostnaðar. Vinna við skattlagningu
byggir mikið á upplýsingamiðlun og samanburði upplýsinga
frá ýmsum aðilum og er því mikilvægt að upplýsingarnar mið-
FLE blaðið janúar2013 • 23