FLE blaðið - 01.01.2013, Síða 30

FLE blaðið - 01.01.2013, Síða 30
• Hann er ekki eða hefur verið starfsmaður einingarinnar eða samstæðunnar síðustu þrjú ár • Hann þiggur ekki eða hefur þegið greiðslur frá einingunni, eða stjórnendum þess, til dæmis sem ráðgjafi eða verktaki, síðustu þrjú ár • Hann er ekki einn af stjórnendum í öðru félagi sem er eða hefur verið í umtalsverðum viðskiptum við eininguna, til að mynda sem viðskiptavinur, birgir eða samstarfsaðili • Hann er ekki einn af stjórnendum félags þar sem einn af stjórnendum þess situr sem stjórnarmaður í einingunni • Hann hefur hvorki beint eða óbeint yfirráð yfir einingunni • Hann er ekki eða hefur verið starfsmaður aðila sem hefur yfirráð yfir einingunni síðustu þrjú ár • Hann þiggur ekki eða hefur þegið greiðslur frá aðila sem hefur yfirráð yfir einingunni, eða stjórnendum hans, fyrir utan stjórnarlaun, til dæmis sem ráðgjafi eða verktaki, síð- ustu þrjú ár • Hann á ekki verulegan hlut í einingunni • Hann er ekki eða hefur verið starfsmaður aðila sem á veru- legan hlut í einingunni síðustu þrjú ár • Hann á ekki í miklum viðskiptum við eða hefur mikilla við- skiptahagsmuna að gæta I einingunni • Hann hefur ekki verið endurskoðandi, meðeigandi eða starfsmaður núverandi endurskoðanda eða endurskoðenda- félags einingarinnar síðustu þrjú ár • Hann er ekki þátttakandi í árangurstengdu umbunarkerfi hjá félaginu • Hann þiggur ekki eða hefur þegið greiðslur frá aðila sem á verulegan hlut í félaginu, eða stjórnendum hans, til dæmis ráðgjafi eða verktaki, síðustu þrjú ár • Hann er ekki tengdur nánum fjölskylduböndum ráðgjöfum, stjórnarmönnum eða stjórnendum einingarinnar. Niðurstaða FME í Ijósi þessa samkvæmt umræðuskjalinu er að meirihluti nefndarmanna endurskoðunarnefndar skuli hvorki skipaður stjórnarmönnum einingarinnar, starfsmönnum eining- arinnar, fulltrúarnefndarmönnum sem teljast háðir einingunni eða ráðandi hluthöfum einingarinnar né einstaklingum sem séu tengdir þessum aðilum nánum fjölskylduböndum. Það er með öllu óskiljanlegt að þrátt fyrir að endurskoðunarnefnd sé undirnefnd stjórnar þurfi að ganga lengra þegar lagt er mat á óhæði nefndarmanna en stjórnarmanna. Er nokkuð því til fyrir- stöðu samkvæmt lögunum að meirihluti nefndarmanna eða allir séu skipaðir stjórnarmönnum að því tilskyldu að þeir uppfylli hæfiskilyrði um þekkingu? Gera verður ráð fyrir að þær kröfur sem gerðar eru til stjórnarmanna um óhæði gagnvart einingunni séu einnig fullnægjandi gagnvart nefndarmönnum endurskoðun- arnefndar. Það getur vissulega verið nauðsynlegt og/eða haft sína kosti að fá utanaðkomandi sérfræðing með þekkingu, sem ekki er til stað- ar hjá stjórnarmönnum, til setu í endurskoðunarnefnd. Um það taka stjórnarmenn ákvörðun við skipun nefndarinnar hverju sinni. Mín reynsla er sú að það skiptir miklu máli að hafa góða teng- ingu við stjórn til að tryggja skilvirkt og gott upplýsingaflæði milli endurskoðunarnefndar og stjórnar. Einnig felst mikill styrkur I því að nefndarmenn hafi staðgóða þekkingu á rekstrar- og lagaum- hverfi félagsins. Afar mikilvægt er að tryggja utanaðkomandi sér- fræðingi í endurskoðunarnefnd gott aðgengi að öllum upplýsing- um sem varða verkefni hans fyrir félagið. Ég hef ekki reynslu af störfum endurskoðunarnefndar sem eingöngu er skipuð stjórnar- mönnum en sé ekki af hverju slík nefnd ætti ekki að geta sinnt hlutverki sínu í samræmi við lagakröfur. Flestar nefndir sem ég þekki til eru skipaðar þannig að tveir nefndarmenn eru stjórnar- menn og einn utanaðkomandi sérfræðingur. Ég hef reynslu af því að vera bæði nefndarmaður sem jafnframt er stjórnarmaður og utanaðkomandi sérfræðingur. Það er auðveldara að vera nefndar- maður sem jafnframt er stjórnarmaður heldur en utanaðkomandi sérfræðingur. Þó það gangi örugglega almennt ágætlega fyrir utanaðkomandi sérfræðinga að starfa í endurskoðunarnefnd þá er líklegt að slíkur nefndarmaður þurfi að eyða töluvert meiri tíma í sín nefndarstörf en aðrir nefndarmenn. Endurskoðunarnefnd þarf að setja fram starfsáætlun fyrir nefndina þar sem tryggð er yfirferð með stjórnendum yfir alla þá þætti í starfsemi félagsins sem varða hlutverk hennar. Þannig má tryggja að nefndin fái góða kynningu og upplýsingar um alla þá þætti sem skipta máli við störf hennar. Mikið hefur áunnist við að skýra og skerpa á verklagi endur- skoðunarnefnda frá því að lögin voru sett og hefur skilningur á hlutverki nefndanna aukist meðal stjórna, ekki síst fyrir tilstuðlan endurskoðunarfyrirtækjanna sem hafa lagt sitt af mörkum við þá vinnu. Jafnframt hefur umræða og skilningur á innra eftirliti og innri og ytri endurskoðun aukist meðal stjórna sem ég þekki til. Stjórnir gætu nýtt krafta endurskoðunarnefnda betur með því að fela þeim verkefni sem snúa t.d. að innra eftirliti, áhættustýringu og gerð reikningsskila. Það er nokkuð um að félög sem falla undir lögin eru með þriggja manna stjórn sem ber að skipa þriggja manna endurskoðunar- nefnd. Getur stjórn í slfku félagi skipað alla stjórnarmennina í endurskoðunarnefnd, ef tryggt er að lagakröfu um þekkingu er fullnægt? FME er samkvæmt ofangreindu umræðuskjali ekki þeirrar skoðunar. Umræðuskjal FME var sent til umsagnar til hlutaðeigandi aðila. Beðið er niðurstöðu FME um leiðbeinandi tilmæli um skipan og störf endurskoðunarnefnda eftirlitsskyldra aðila. Endurskoðunarnefnd er eftirlits- og ráðgjafanefnd stjórnar og ber nefndinni að standa stjórn skil á verkefnum sínum. Hlutverk hennar er að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, virkni innra eftirlits, áhættustýringu og innri og ytri endurskoðun. Þetta er umfangsmikið hlutverk. Ég er sannfærð um að með til- komu endurskoðunarnefnda þá hafa þessir þættir fengið meiri athygli og umræðu hjá stjórn en oft áður. Endurskoðunarnefndir með þann faglega bakgrunn sem nefndarmönnum er ætlað að búa yfir eiga að að öllu jöfnu að hafa góðar forsendur til að kafa dýpra í einstaka þætti s.s. áhættustýringu, virkni innra eftirlits og ýmsa þætti sem lúta að gerð reikningsskila. Störf endurskoð- unarnefnda eru mikilvægur hlekkur í vinnu sem stuðlar að betri stjórnarháttum, skilvirkari rekstri og upplýsingagjöf hjá félögum. Anna Skú/adóttir 28 • FLE blaðiðjanúar2013

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.