FLE blaðið - 01.01.2013, Síða 32
Athyglisvert er samt aö 88% kvennanna og 64% karlanna sjá
sig sem stjórnendur í framtíðinni. Það er því hægt að álykta sem
svo að hluti kvenna sjái löggildingu til endurskoðunarstarfa sem
leið til að losna undan árstíðabundnu vinnuálagi í starfi og leið út
úr fyrirtækinu inn í stjórnunarstarf annarsstaðar í viðskiptalífinu.
Kynjamunur var greinilegur þegar álag og fjölskylda voru skoðuð.
Rúmlega helmingur kvenna telur að barneignir sé hindrun á vegi
þeirra í að verða löggiltir endurskoðendur en einungis 30% karla.
Þetta er sérstaklega athyglisvert þegar litið er til þess að margir
karlar nota fæðingarorlof stn til próflestrar, en konur gera það í
minna mæli en þeir. Báðir hóparnir bera kennsl á það álag sem
próftakan er en konur í meira mæli en karlar. Helmingur kvenna
telur álagið of mikið fyrir fjölskylduna, en ætla að láta það yfir
sig ganga, á meðan karlarnir virðast staðráðnir í því að leiða það
hjá sér og einungis 8% þeirra segja að álagið sé of mikið á fjöl-
skylduna. Athyglisvert er að allar konur meta það svo að álagið
vegna undirbúnings og próftökunnar sé meira á fjölskylduna en
á þær sjálfar.
Þegar kafað var dýpra niður í könnuninni kom í Ijós afgerandi
munur á milli kynja þegar skoðað var hversu sammála eða ósam-
mála svarendur voru eftirfarandi fullyrðingum: „Ég vil vera 100%
viss um að ná prófinu áður en ég fer í það" og „Mér finnst
óþægilegt ef það fréttist að ég hafi fallið á löggildingarprófinu".
Konur virðast kröfuharðari á sjálfar sig, vilja hafa belti og axla-
bönd áður en farið er í prófið, og fannst það mun óþægilegra
en körlum ef það fréttist af falli á prófinu. Þá kom í Ijós að mikil-
vægt er í ráðningarferlinu að spyrja út í fyrirætlanir fólks með tilliti
til löggildingar. Þeir sem spurðir voru um slíkt við ráðningu voru
líklegri en hinir til að fara f prófin.
Úr hverju er glerþakið búið til?
Ýmislegt fleira áhugavert kom fram í könnuninni, en að öllu
samandregnu er Ijóst að hið svokallaða glerþak hjá okkur er búið
til úr þremur þáttum:
• Viðhorfi kvenna sjálfra til próftökunnar
• Viðhorfi kvenna til fjölskylduábyrgðar
• Skorti á hvatningu og stuðningi vinnustaðarins
Og hvað svo?
Til að bregðast við gerðum við ýmislegt meira, betur og öðruvísi
en áður.
• Við héldum rýnihópa- og hugarflugsfundi með nýútskrif-
uðum löggiltum endurskoðendum, kvenkyns endurskoð-
endum og með konum sem voru á leið í prófin til að skýra
myndina enn betur
• Við kynntum niðurstöður könnunar fyrir meðeigendum og
öllum starfsmönnum til að setja málið rækilega á dagskrá
• Við settum á laggirnar samþykktarferli fyrir stuðningi fyrir-
tækisins, þannig að stuðningur okkar er skilyrtur við að
meðeigendur telji fólkið tilbúið ( prófið, svo að konur séu
ekki að fara óundirbúnar í prófið og fari svo aldrei aftur
• Við jukum fjárhagslegan stuðning Deloitte og lengdum
launað upplestarfrí til að létta undir með fólki og gerum
núna skriflegan samning um stuðning Deloitte og starfs-
tfma að ferlinu loknu
• Við hættum að tala um löggildingarprófin sem „eins-skipt-
is-atburð" og fórum að tala um „löggildingarferlið" til að
minnka fókusinn á að „ná prófi" eða „falla á prófi"
• Við ráðningu er fólk spurt um fyrirætlanir sínar til að setja
málið á dagskrá við upphaf starfs
• Við kynnum ferlið frá ráðningu til löggildingar á nýliðanám-
skeiðum og fáum kvenkyns löggiltan endurskoðanda til að
segja frá þýðingu löggildingar fyrir sig persónulega
• Við tölum um undirbúning fyrir próftökuna í árlegum
frammistöðuviðtölum og lengjum þannig meðgöngu- og
undirbúningstímann fyrir prófin
• Við gerðum námsgögn aðgengilegri til að nýta fengna
reynslu og auðvelda námsskipulag
• Við fengum nýútskrifaða löggilta endurskoðendur til að
leggja meira af mörkum við að aðstoða og leiðbeina, m.a.
með því að fara yfir eldri próf og vera bakland og leiðbein-
endur fyrir næstu próftaka
• Við gerðum tilraun með að bjóða mökum próftaka til fundar
við okkur, þar sem við gerðum ferlinu skil, fengum kven-
kyns og karlkyns maka löggiltra endurskoðenda til að lýsa
sínu sjónarhorni og gefa góð ráð
• Við settum á laggirnar sameiginlega námsaðstöðu fyrir
próftaka í upplestrarfríinu
• Við höldum sex vinnustofur fyrir próftaka, þar sem með-
eigendur og löggiltir endurskoðendur og sérfræðingar á
ákveðnum sviðum koma til skrafs og ráðagerða
• Við höldum upphafsfund með próftökum hvers árs til að
hópurinn hittist og vinni saman
Við höldum líka fund með konunum eftir að niðurstöður prófanna
koma til að stappa í þær stálinu og hvetja til dáða og segja þeim
að núna sé ferlið hafið, fyrsti áfanginn búinn, og núna þurfi að
búa sig undir næsta sprett að ári liðnu.
Hverju hefur þetta skilað?
Aðgerðirnar hafa skilað okkur árangri. Þær hafa ekki bara verið
til hagsbóta fyrir konur heldur hafa karlarnir líka notið góðs af
þeim aðgerðum sem við gripum til. Árið 2011 fóru fleiri konur
í löggildingarpróf frá Deloitte en áður og árið 2012 fóru fleiri
konur en karlar í löggildingarpróf í fyrsta skipti í sögu fyrirtækis-
ins. Árangurinn er gleðilegur, þrfr starfsmenn okkar eru meðal
þeirra átta sem standast prófin í ár, þar af tvær konur og einn
karl. Mun þetta vera í fyrsta skipti í sögu okkar sem konurnar eru
fleiri en karlarnir bæði f röðum próftaka og þeirra sem ná árangri.
Ef eitthvað er að marka tölfræði og fjölda þeirra kvenna sem ætla
sér að hefja löggildingarferlið á næstu árum væntum við þess
að konum með löggildingu til endurskoðunarstarfa fjölgi jafnt og
þétt í okkar röðum. Það myndi gleðja okkur öll sem störfum hjá
Deloitte ehf.
Erna Arnardóttir
30 • FLE blaðiðjanúar2013