FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 2
Útg: Félag löggiltra endurskoðenda ©
Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð
ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til eða í heild,
þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundarrétthafa.
Vinnsla blaðsins
Ritnefnd FLE:
Ólafur Már Ólafsson, formaður
Arnar Már Jóhannesson
Ingvi Björn Bergmann
Prentun: GuðjónÓ ^m„r
Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir wti
Janúar2016, 38. árgangur 1. tölublað
Skrifstofa FLE, helstu upplýsingar
Skrifstofa FLE, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er opin virka daga kl. 9-15
Sími: 568 8118, tölvupóstfang: fle@fle.is, vefsíða FLE: www.fle.is
Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri sigurdur@fle.is
Hrafnhildur Hreinsdóttir, skrifstofustjóri fle@fle.is
Fylgt úr hlaði
Þá er komið að útgáfu 38. árgangs FLE-blaðsins.
Ritnefndin, sem er óbreytt frá fyrra ári, hefur komið alloft
saman á árinu og látið hugann reika um uppbyggingu og
efnistök blaðsins. Leitað var eftir efni í blaðið frá félags-
mönnum FLE auk þess sem ritnefndin leitaði á náðir val-
inkunnra skrifara sem tóku í flestum tilfellum vel í beiðni
ritnefndarinnar um greinaskrif.
í blaðinu í ár ætti að vera eitthvað við flestra hæfi. Fastir
liðir eins og venjulega eru á sínum stað þar sem m.a. er
farið yfir árangur endurskoðenda á golfvellinum og niður-
stöður úr löggildingaprófum kynntar. Eins og áður þá rita
framkvæmdastjóri félagsins áhugaverða grein sem snýr
að starfi félagsins síðastliðið ár. í blaðinu er einnig viðatal
við Margréti Pétursdóttur nýkjörinn formann félagsins, en
Skúli Eggert Þórðarson fylgir þar fast á eftir með grein sína
um fyrirhugaðar breytingar á skilum á skattframtölum. Jón
Rafn Ragnarsson gefur okkur framvinduskýrslu um sam-
norræna endurskoðunarstaðalinn sem verið er að semja
og Unnar Friðrik Pálsson gefur okkur innsýn í væntanlegar
breytingar á lögum um ársreikninga. Þá skrifar Anna María
Ingvarsdóttir grein um IFRS 15 nýjan staðal um tekjuskrán-
ingu. Allmörg ár eru liðin frá því að skipað var síðast í reikn-
ingsskilaráð, en í aðsendri grein Signýjar Magnúsdóttur og
Helga Einars Karlssonar er farið yfir sögu reikningsskilaráðs.
Birgir Finnbogason ritar stutta grein um próf til löggildingar
í Bandarfkjunum en hann náði þeim merka áfanga að klára
þau á árinu 2015. Frá sjónarhóli lögfræðinnar fengum við
þá Jóhannes Sigurðsson til að fjalla um ábyrgð endurskoð-
enda útfrá dómi Hæstaréttar í svokölluðu Toyotamáli og Pál
Jóhannesson til að fjalla um mörk vaxtafrádráttar.
Við vonum að lesendur blaðsins hafi gagn og gaman af inni-
haldi þess og þökkum við öllum þeim sem lagt hafa hönd á
plóg við vinnslu blaðsins.
Kær kveðja,
Ritnefnd FLE
Ólafur Már Ólafsson, Arnar Már Jóhannesson og Ingvi
Björn Bergmann
FLE blaöið janúar 2015