FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 6

FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 6
svo mikil teymisvinna, verður alltaf skemmtilegra og skemmti- legra eftir því sem árin líða. Svo er líka þetta með öryggið, ég hef haft starfsöryggi þar sem ég er, en hef þurft að horfa upp á vini og félaga missa vinnuna, eftir hrun." „Ég met mikils þetta starfsöryggi, líklega fyrst og fremst vegna þess að ég er búin að vera ein með strákana mína tvo í rúm átján ár. Þeir eru flottir strákar. Þeir eru ekki að feta í fótspor móður sinnar, þeir hafa séð þessa miklu vinnu sem þarf að leggja í starfið og ætla alls ekki að vinna svona mikið sjálfir og ekki að vinna á skrifstofu. Þeir vilja báðir vinna svolítið líkam- lega vinnu og vinna úti, þeim líkar það miklu betur. Annar hefur unnið á bílaleigu í mörg ár og hinn starfar á Keflavíkurflugvelli, þeir eru báðir sáttir þar sem þeir eru." Félag löggiltra endurskoðenda „í þessu félagi á ekki að gera miklar breytingar hratt, heldur fer betur á að þróunin verði seigfljótandi. Formenn stoppa svo stutt við og það stendur kannski félaginu fyrir þrifum hvað varðar þróun. Það tekur svona eitt ár að melta hlutina og þegar maður er búinn að því þá er maður eiginlega alveg að fara frá félaginu aftur. Fyrst er maður varaformaður í tvö ár og svo for- maður í tvö ár. Ég myndi vilja sjá að hinir stjórnarmennirnir yrðu líka í fjögur ár svo það yrði ekki svona ör endurnýjum hjá þeim. Því verkefnin sem þarf að vinna, ég held þau vinnist betur ef menn staldra lengur við." „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé gott félag og starfsemin sé góð hjá félaginu og ekki margt sem þurfi að breytast. Samt sem áður þarf að vinna í því að það sé aukin samheldni meðal félagsmanna hvort sem þeir starfa fyrir lítil fyrirtæki eða stór. Það er eins og stóru fyrirtækjunum finnist hallað á sig og litlu fyrirtækjunum finnist líka hallað á sig. Það er vond staða ef einhverjum félagsmanna finnst einhvern veginn hallað á sig. Þróunin þarf að vera hjá félagsmönnum öllum en ekki bara hjá stjórn og stjórnarformanni." „Kríunesfundurinn sem er árlegur stefnumótunarfundur stjórn- ar og formanna nefnda, er algjör snilld til þess að finna út hvað félagsmenn eru að hugsa. Ég held að við þurfum að setjast niður og finna út saman hvernig við viljum hafa þetta. Ég sé fyrir mér stefnumótunarfund, opinn öllum félagsmönnum, þar sem við myndum reyna að glöggva okkur á hvert við viljum fara með félagið og hvert við viljum að hlutverk þess sé." Skylduaðild „Það er óheppilegt finnst mér að það sé skylduaðild að félaginu, því ef þú ert skyldaður til að vera einhvers staðar þá kemur fram meiri gagnrýni fyrir vikið. En ef þú getur valið þá spyrðu sjálfan þig hvort þú viljir vera I félaginu og velur að vera þar ef þú telur hag þínum betur borgið með því. Það gæti orðið breyting á þessu, en við vitum ekki alveg vilja löggjafans, en það kemur væntanlega fram við innleiðingu á Evróputilskipun- inni. En við getum beitt okkur í innleiðingarferlinu og þurfum því að hlusta á raddir félagsmanna sem mér heyrast segja að þeir vilji ekki skylduaðild að félaginu. En við þurfum fyrst að heyra hvað löggjafinn hefur að segja því ef okkur er úthlutað verkefnum að sinna þá þurfum við að gæta þess að hafa til þess fjármagn. Það þarf ekki endilega að koma með félags- gjöldum, það gæti jafnvel komið frá hinu opinbera ef það er að leggja einhverjar skyldur á okkar herðar." Margrét á ársfundi NRF á Snæfellsnesi ásamt fararstjóranum. 4 • FLE blaðið janúar 2016

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.