FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 12
reglugerðar nr. 589/2009 um próf til löggildingar endurskoð-
unarstarfa.
í 3. gr. reglugerðarinnar er áskilið að í prófunum skuli látið reyna
á verklega kunnáttu til þess að nýta fræðilega þekkingu til
lausnar á viðfangsefnum. Síðan er upp talið hvað falli undir
fræðilega þekkingu og er þar gerður greinarmunur á grunn-
þáttum og öðrum þáttum sem kunna að varða endurskoðun og
störf endurskoðenda. Til grunnþátta teljast alþjóðlegir endur-
skoðunarstaðlar, alþjóðlegir reikningsskilastaðlar og settar
reikningsskilareglur, auk laga og annarra faglegra staðla sem
tengjast endurskoðun og reikningshaldi. Þá eru talin til grunn-
þátta siðareglur endurskoðenda, áhættustýring og innra eftirlit,
kostnaðarbókhald og stjórnendaupplýsingar og greining á fjár-
hagsupplýsingum. Til annarra þátta teljast skattalög, félaga-
réttur og stjórnarhættir fyrirtækja, upplýsingatækni og fjármála-
stjórn, auk lagaákvæða sem ætla má að tengist starfssviði
endurskoðenda. Hér er ekki um tæmandi upptalningu að
ræða, heldur er markmiðið að gefa til kynna þá þekkingu sem
ætlast má til að endurskoðendur búi yfir eða hafi á valdi sínu.
Að öðru leyti er að finna í reglugerðinni ákvæði um framkvæmd
prófanna, störf prófnefndar og um réttindi og skyldur próftaka
og prófnefndar. Segir þar m.a. að próflausnir skuli vera skrif-
legar, einkunnir skuli gefnar í hálfum og heilum tölum frá 0 til
10 og að lágmarkseinkunn til að standast próf skuli vera 7,5.
Þess má geta að frá árinu 2009 hefur ein breyting verið gerð á
reglugerðinni, þ.e. á árinu 2014 þegar réttur próftaka til að sjá
niðurstöður úr sínu eigin prófi og einstökum þáttum þess var
aukinn frá því sem áður var.
En lögin og reglugerðin er ekki það eina sem prófnefndin þarf
að hafa í huga við gerð og framkvæmd prófanna.
Alþjóðasamband endurskoðenda IFAC og ein af undirnefndum
þess - International Accounting Education Standards Board
(IAESB) - gefur reglulega út staðla á sínu sviði - International
Education Standards (IES) - sem fjalla um viðurkenndar aðferð-
irtengdar menntun og prófum endurskoðenda. Nefndin sendi í
febrúar 2014 frá sér endurgerða skýrslu frá árinu 2010 sem
fjallar um þróun og framkvæmd skriflegra prófa (e:
Developement and Management of Written Examinations).
Þar er fjallað um viðurkenndar aðferðir sem ber að fylgja við
gerð og framkvæmd prófa í endurskoðun og er skýrslan byggð
á upplýsingum frá aðildarlöndum IFAC. Aðild FLE að IFAC felur
í sér að félagið og þar með prófnefndin leitast við að framfylgja
og afla viðurkenningar á þeim stöðlum sem IFAC sendir frá sér.
Eins og framangreint ber með sér er afar skýr laga- og reglu-
rammi um gerð og framkvæmd prófa til löggildingar endur-
skoðenda og verður hér á eftir gerð grein fyrir því hvernig próf-
nefndin leitast við að tryggja að gerð og framkvæmd prófanna
sé í samræmi við það sem best gerist, að teknu tilliti til þeirra
fjármuna sem nefndin hefur úr að spila. Hefur prófnefndin
reglulega yfirfarið prófgerð og framkvæmd ( nágrannalöndum
og borið saman við vinnubrögð hér á landi. Telur nefndin að í
meginatriðum séu gerðar hliðstæðar gæðakröfur hér og annars
staðar, þó að nálgun sé í vissum tilvikum ólík. Þannig má nefna
að í Danmörku felst hluti prófs í því að próftakar eru látnir gera
munnlega grein fyrir vissum þáttum, þegar skriflegu prófi er
lokið, en lagaákvæði á íslandi heimila ekki munnleg próf.
Prófnefndin efnir til fundar með próftökum eftir að umsóknar-
fresti lýkur, þar sem gerð er grein fyrir því efni sem er til prófs
og hvernig framkvæmd prófanna er hagað. Einnig gefst próf-
tökum kostur á að spyrja nefndarmenn spurninga sem tengjast
prófunum og jafnframt eiga þeir möguleika að beina spurning-
um til prófnefndar fram að prófi. Öll svör sem prófnefnd veitir
er miðlað til allra próftaka. Skömmu eftir fund með próftökum
heldur FLE í samvinnu við prófnefnd námskeið þar sem próf-
gerðammenn fara yfir próf frá fyrra ári, sýna úrlausnir og gera
grein fyrir því hvaða efnistökum rétt er að beita við úrlausn
prófa. Prófgerðin fer fram með þeim hætti að prófnefnd ákveð-
ur vægi tiltekinna efnisþátta þar sem endurskoðun og tengd
málefni fá mest vægi, því næst reikningsskil og tengd viðfangs-
efni og að lokum þau atriði sem ekki eru talin til grunnþátta
samanber umfjöllun hér að framan. Fengnir eru tveir prófgerð-
armenn til að annast hvern framangreindra þriggja efnisþátta
(endurskoðun, reikningsskil, annað) og þess gætt að prófgerð-
armenn i sama efnisþætti komi ekki frá sama endurskoðunar-
fyrirtæki. Prófnefnd og prófgerðarmenn sammælast um efnis-
tök, en samræming og lokafrágangur er á hendi prófnefndar
eftir að prófgerðarmenn hafa skilað lokadrögum með úrlausn-
um. Hver prófmaður fær prófnúmer sem formaður prófnefndar
útbýr og varðveitir án vitneskju annarra og er lögð rík áhersla á
að próftakar noti einungis prófnúmer að viðlagðri ógildingu og
brottvísun úr prófi. Við yfirferð úrlausna styðjast prófgerðar-
menn annars vegar við rafrænt vistaða úrlausn og hins vegar
útprentaða úrlausn, en próftakar eru ábyrgir fyrir hvoru tveggja.
í lok prófs er próftökum heimilt að taka með sér útprentað próf
og eintak af eigin úrlausn, sem m.a. getur verið gagnlegt að
bera síðar saman við sundurliðaða einkunn eftir efnisþáttum.
Prófgerðarmenn hafa einungis prófnúmer að byggja á við yfir-
ferð. Báðir koma að yfirferð og einkunnagjöf í hverjum efnis-
þætti áður en niðurstöður eru sendar til prófnefndar. Prófnefnd
yfirfer úrlausnir, athugar sérstaklega öll frávik og sendir öll
markatilvik aftur til yfirferðar og samræmingar hjá prófgerðar-
mönnum áður en lokaeinkunnir eru gefnar. Eftir að lokaein-
kunn hefur verið gefin er umslag með prófnúmerum opnað og
nöfn tengd við einkunnir. Tilkynningar eru sendar prófmönnum
og gefst þeim kostur á að fá nánari upplýsingar um einkunnir
sínar eftir efnisþáttum. Prófnefnd hefur leitast við að halda sig
vel innan tímamarka við úrlausn prófa og hefur það gengið eftir.
Niðurstöður úr löggildingarprófum
Með lögum nr. 79/2008 og reglugerð nr. 583/2009 var tilhögun
prófa breytt frá því sem áður var. í stað fjögurra aðgreindra
prófa áður, var látið reyna á alla efnisþætti í einu prófi. Prófinu
var skipt á tvo daga, 8 klst. hvorn dag. í meðfylgjandi töflu er
að finna ýmis konar upplýsingar um niðurstöður úr prófum til
löggildingar í endurskoðun þau 7 ár sem núgildandi kerfi hefur
verið við lýði.
10 • FLE blaðiðjanúar2016