FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 13
Tafla um niðurstöður löggildingarprófa
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2005- 2015
Útskrifaðir endurskoðendur 16 18 15 14 17 13 15 8 8 7 8 139
Þar af karlar 7 11 9 10 10 7 9 4 7 6 6 86
þar af konur 9 7 6 4 7 6 6 4 1 1 2 53
% karlar 44% 61% 60% 71% 59% 54% 60% 50% 88% 86% 75% 62%
% konur 56% 39% 40% 29% 41% 46% 40% 50% 13% 14% 25% 38%
Hlutfall þeirra sem ná meðaltal
Nýrra kerfi 39% 32% 44% 24% 35% 30% 38% 35%
Umsækjendur
Umsækjendur, eldra kerfi 60 53 58 56 22 13 5 0 0 0 0 267
Umsækjendur, nýrra kerfi 0 0 0 0 23 25 25 33 23 23 21 173
þar af karlar 23 17 15 21 17 15 12 120
þar af konur 22 21 15 12 6 8 9 93
% karlar 51% 45% 50% 64% 74% 65% 57% 58%
% konur 49% 55% 50% 36% 26% 35% 43% 42%
Fyrsta umsókn meðaltal
Fyrsta umsókn, nýliðun 24 20 15 24 11 15 18 18
Fjöldi þeirra sem ná í 1 sinn 9 7 7 7 5 6 7 7
Hlutfall þeirra sem ná í fyrsta sinn 38% 35% 47% 29% 45% 40% 39% 39%
Hlutfall nýliða af próftökum 50% 73% 48% 65% 86% 64%
Hlutfall nýliða af útskrifuðum 53% 54% 47% 88% 63% 86% 88% 68%
Taflan sýnir m.a. að um 35% þeirra sem þreyta prófið hverju
sinni ná tilskilinni lágmarkseinkunn. Einnig vekur athygli að
hlutur kvenna virðist lækka á seinni árum, hvort sem litið er til
umsækjenda eða þeirra sem útskrifast. Þá virðist hlutfall þeirra
sem reyna við prófið oftar en einu sinni fara lækkandi, sem
aftur hefur í för með sér að mikill meirihluti þeirra sem nær til-
skilinni lágmarkseinkunn nær í fyrstu tilraun.
Gagnrýni og framtíðarhorfur
Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið er að prófið sé of erfitt,
m.ö.o. geri of miklar kröfur til próftaka. í þessu sambandi er
vert að hafa í huga að verið er að veita einstaklingum réttindi til
þess að sannreyna réttmæti fjárhagsupplýsinga hjá öllum
rekstrareiningum, þ.m.t. fyrirtækjum tengdum almannahags-
munum og hjá stórum og flóknum fyrirtækjum og fyrirtækja-
samsteypum, sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum við
gerð reikningsskila sinna. Flest þessara fyrirtækja eiga í alþjóð-
legum samskiptum og f samræmi við lög og samninga sem
ísland hefur gert við önnur þjóðríki og félagasamtök þarf að
sannreyna réttmæti upplýsinganna samkvæmt alþjóðlegum
endurskoðunarstöðlum. Þó færa megi fyrir því rök að mikill
meirihluti fyrirtækja hér á landi þurfi ekki á svo veigamiklu
regluverki að halda, standa engin rök til þess að gefa afslátt af
kröfum til þeirra einstaklinga sem veitt eru æðstu réttindi hér á
landi til að sannreyna réttmæti reikningsskila og eru löggild-
ingarprófin við það miðuð. Reynt er að gæta þess að kröfur hér
á landi séu í samræmi við kröfur sem gerðar eru í okkar helstu
nágranna- og viðskiptalöndum.
Annað sem hefur verið gagnrýnt er að of langan tíma taki að
leiða í Ijós hvort einstaklingur stenst þær kröfur sem gerðar eru
til þess að öðlast löggildingu. Þá hefur lágt hlutfall þeirra sem
gangast undir próf og standast lágmarkskröfur verið gagnrýnt.
Að því er varðar prófnefndina hefur áður verið gerð grein fyrir
því hvað ráði ferð við gerð prófa, framkvæmd og yfirferð. Hinu
er ekki að leyna að marktækur munur virðist vera á árangri próf-
taka eftir því hvaðan þeir koma. Hér þarf væntanlega að skoða
ráðningarferli, gæði starfsnáms og hvaða skilaboð eru gefin
þeim sem starfsnám stunda. Er t.d. reglubundið rætt við nema
í starfsnámi, hvort þeir eiga erindi í löggildingarpróf að mati
umsjónarendurskoðanda eða þurfi að bæta úr á vissum sviðum
áður en það skref er stigið? Umræða í þessa veru, sem getur
fært okkur fram á við, er væntanlega öllum til hagsbóta.
FLE blaðið janúar2016 • 11