FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 18

FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 18
Flutningafyrirtæki Meöal þeirra þátta sem gera má ráð fyrir að helst reyni á hjá flutningaaðilum, svo sem flugfélögum, eru tryggðakerfi hvers- konar, meðferð farmiða sem ekki eru nýttir og fást ekki endur- greiddir, endurgreiðslur á grundvelli umfangs viðskipta, viðbót- arþjónusta sem greitt er sérstaklega fyrir eða er hluti af far- gjaldi eins og t.d. aðgangur að setustofu, máltíð og aðgengi að interneti, auk fraktflutninga. Orkufyrirtæki Breyting verður á leiðbeiningum um flutning eigna frá við- skiptavinum við innleiðingu IFRS 15. Staðallinn kynnir einnig breytta aðferð við reikningsskilalega meðferð þegar viðskipta- vinir fullnýta ekki samningsbundinn rétt sinn. Annað sem inn- leiðing staðalsins gæti haft áhrif á er þegar gagngjald er breyti- legt, samningsákvæði breytast og hvernig farið er með kostnað sem fellur til við samningsgerðina. Einnig eru veittar ítarlegar leiðbeiningar þegar afhentar eru ólíkar vörur og þjónusta til að meta hvort um sé að ræða ólíkar samningsskyldur eða ekki. Leyfishafar Félög sem afla tekna á grundvelli leyfis eins og t.d. lyfjafyrir- tæki, hugbúnaðarframleiðendur, kvikmynda-, þáttagerða- og tölvuleikjaframleiðendur þurfa að huga að því hvort tekjur eru færðar á ákveðnum tímapunkti eða yfir samningstímann. í kjöl- far þess að innleiðingu staðalsins var frestað hefur hafist vinna við að skoða hvort honum verði breytt hvað varðar tekjuskrán- ingu á grundvelli leyfis. Hvort sem staðallinn stendur óbreyttur eða verði breytt I samræmi við framkomnar tillögur er Ijóst að tekjuskráning á grundvelli leyfis getur leitt til þess að tekju- skráning muni breytast. Framleiðslufyrirtæki Framleiðslufyrirtæki þurfa, líkt og leyfishafar, að huga að því hvort tekjur skuli færa á ákveðnum tímapunkti eða yfir samn- ingstíma. Staðlaðar fjöldaframleiddar vörur myndu alla jafna verða færðar á tímapunkti en málin flækjast þegar um klæð- skerasniðnar afurðir er að ræða. Mætti hér nefna smíði og upp- setningu á framleiðslulínum í verksmiðjuhúsnæði. Þegar svo háttar til þarf að skoða ítarlega hvern samning, enda engir tveir samningar eins. Til dæmis þarf að greina fjölda þátta (skyldur) í samningi og hvenær skuli tekjufæra hvern þátt, hvort gagn- gjald sé breytilegt, svo sem vegna árangurstengdra þóknana og hvort samningurinn innifeli ábyrgð og þjónustu sem teljast myndu vera sérstakar samningsskyldur. Fjármálafyrirtæki Fjármálafyrirtæki sem beita alþjóðlegu reikningsskilastöðlunum eru önnum kafin þessi misserin við undirbúning innleiðingar á nýjum staðli um fjármálagerninga, IFRS 9. Þau þurfa hins vegar líka að gera ráðstafanir vegna IFRS 15 sem að óbreyttu öðlast gildi sama dag og fyrrnefndi staðalinn. Þó IFRS 15 muni ekki hafa jafnviðamikil áhrif á starfsemi fjármálafyrirtækja og IFRS 9 er engum blöðum um það að fletta að hluti af vöru- og þjónustuframboði fjármálafyrirtækja fellur undir gildissvið IFRS 15. Má hér nefna tekjur af eignastýringu, þjónustugjöld ýmis konar og aðrar þóknanir, svo sem vegna útboðslýsinga og við- skiptavaktar með verðbréf. Vátryggingafélög Staðallinn IFRS 4 Vátryggingasamningar gildir um reiknings- skilalega meðferð vátryggingasamninga en vátryggingafélög geta þó verið að veita þjónustu eða selja vörur sem falla undir ákvæði IFRS 15 og þvl er mikilvægt að vanmeta ekki möguleg áhrif staðalsins fyrir þau. Tiltekinn samningur getur því verið að hluta til eða að öllu leyti innan gildissviðs IFRS 15. Samningar sem fela ekki I sér vátryggingaþjónustu geta falið í sér ólíkar samningsskyldur sem þarf að meta sérstaklega. Fasteignafélög Um tekjuskráningu vegna leigu á eignum gildir enn um sinn IAS 17 Leigusamningar en hafa verður í huga eðli þeirrar þjón- ustu sem fasteignafélög veita og hvort hluti þeirrar þjónustu falli undir IFRS 15. Nýjar og víðtækari kröfur um upplýsingagjöf Til að lesandi reikningsskila eigi auðveldara með að skilja eðli, fjárhæð, tímasetningu, óvissu tengda tekjum og sjóðstreymi sem kemur til vegna samninga við viðskiptavini hafa verið settar nýjar kröfur um skýringar bæði í ársreikningum og árs- hlutareikningum. Meðal þess helsta sem mun breytast eru kröfur um ítarlegri sundurliðun tekna og verulegar breytingar í samningseignum og skuldum. Upplýsingar um hvenær þess er vænst að samningsskylda verði uppfyllt auk helstu greiðsluskil- mála. Fjárhæð eftirstæðrar samningsskyldu og hvenær ráðgert er að tekjur vegna þeirra verði færðar I reikningsskilin. Upplýsa þarf um helstu matsþætti við ákvörðun á viðskiptaverði og með hvaða hætti því er úthlutað á samningsskyldu. Mismunandi leiðir í boði við upptöku IFRS 15 Við innleiðingu staðalsins er hægt að innleiða ákvæði hans aft- urvirkt þar sem samanburðarfjárhæðir í ársreikningi eru endur- gerðar eins og staðlinum hafi alltaf verið beitt eða með því að beita aðferðinni um uppsöfnuð áhrif en þá eru áhrifin af inn- leiðingu staðalsins færð á innleiðingardegi hans og engar breyt- ingar gerðar á samanburðarfjárhæðum. Þegar aðferðinni um uppsöfnuð áhrif er beitt eru tilteknar skýringarkröfur sem þarf að uppfylla. Félög sem gera ráð fyrir að innleiðing staðalsins muni hafa veruleg áhrif á tekjuskráningu sína munu væntanlega beita staðlinum afturvirkt en þau sem gera ekki ráð fyrir veru- legum áhrifum munu væntanlega beita aðferðinni um upp- söfnuð áhrif. Þegar félög innleiða ákvæði staðalsins afturvirkt er einnig heimilt að beita einhverjum af eftirfarandi undanþágum: 1. Ekki þarf að endurgera vegna samninga sem hafa verið gerðir upp innan sama reikningsársins. Félög með marga samninga sem gilda til skamms tíma munu væntanlega helst beita þessari undanþágu. 16 • FLE blaðið janúar 2016

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.