FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 29
Löggilding í fylkjum Bandaríkjanna
Birgir Firmbogason er endurskoðandi í Bandaríkjunum
Til þess að fá löggildingu sem endurskoðandi í Bandaríkjunum
þarf að uppfylla menntunar- og starfsreynsluskilyrði auk þess
að ná lágmarki í samræmdu löggildingarprófi (uniform exams)
sem endurskoðendaráð (state boards) allra fylkja og aðildar-
félaga NASBA1 sameinast um. Þar fyrir utan gera 35 endur-
skoðendaráð af 55 auknar kröfur um tiltekna starfsreynslu í
endurskoðunarverkefnum og sérstakt próf um siðferði og siða-
reglur. í reynd er ekki um það að ræða að vera „bandarískur
löggiltur endurskoðandi" frekar en að vera „evrópskur löggiltur
endurskoðandi". Menn öðlast löggildinguna sem endurskoð-
andi í tilteknu fylki og löggildingarskírteinið er gefið út af endur-
skoðendaráði (state board of accountancy) viðkomandi fylkis.
Sem dæmi getur því endurskoðandi sem hefur löggildingar-
skírteini sem gefið er út af endurskoðendaráði Kaliforníufylkis
ekki sjálfkrafa vottað reikningsskil fyrirtækis sem starfrækt er
í öðru fylki.
Samræmd próf2
Þeir sem hyggjast taka samræmda löggildingarprófið þurfa
að sækja um það í gegnum endurskoðendaráð einhvers af
aðildarfélögum NASBA. Ég sótti um að taka það í gegnum
endurskoðendaráð Kaliforníufylkis.3 Til þess að fá próftökurétt
þarf að sýna fram á tveggja ára almenna starfsreynslu undir
handleiðslu endurskoðanda og hafa 150 eininga menntun
á svið endurskoðunar og reikninghalds. Fyrir þann sem ekki
hefur hlotið menntun í gegnum viðurkennda menntastofnun
í Bandaríkjunum þarf að fá mat frá aðila sem endurskoð-
endaráðið samþykkir fyrirfram til að yfirfara og meta menntun
umsækjanda. í mínu tilfelli var Cand Oecon gráða frá Háskóla
íslands ásamt stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands metin
fullnægjandi til að standa undir kröfu um 150 eininga nám.
Starfsreynsla mín við endurskoðun á íslandi var einnig metin
fullnægjandi til að uppfylla tveggja ára starfsreynslu-skilyrðin.
Samræmdu prófin eru fjögur- 1) reikningshald og reikningsskil
(Financial Accounting and Reporting (FAR)) 2) endurskoðun
(Auditing and Attestation (AUD)), 3) skattar og viðskiptareglur
(Regulations (REG)), 4) rekstur og starfsumhverfi (Business
Environment and Concepts (BEC)). FAR og AUD eru hvort um
sig 4 tíma próf og REG og BEC 3 tíma. Til þess að undirbúa
sig undir prófin er hægt að finna marga aðila sem bjóða upp á
aðstoð, en ég keypti mér námskeið í gegnum Wiley4 í formi
nettengdra fyrirlestra og námsbóka. Prófin eru byggð upp á
valmöguleika spurningum sem vega um 60% af FAR, AUD og
REG og 40% verkefni til úrlausnar, en í BEC er hlutfallið 85%
á móti 15%. Hverju prófi er skipt upp í fjóra hluta og er ekki
hægt að byrja á nýjum hluta nema þeim fyrri hafi verið lokað.
Niðurstaðan úr prófunum er metin á bilinu 0 - 99 og prófmenn
þurf að ná 75 úr hverju prófi til að standast og fá 18 mánuði
til að Ijúka öllum prófum. Fyrirkomulagið við próftökuna er
þannig að það er möguleiki á að taka prófin fyrstu tvo mánuði
í hverjum ársfjórðungi á prófstöðum sem reknir eru að óháðu
fyrirtæki.5 Það er jafnvel hægt að taka prófin erlendis þó sum
fylki samþykki það ekki eins og á við um Kaliforníu sem heldur
sig við þá reglu að prófmenn sem samþykktir eru af endur-
skoðunarráði þess skuli vera í fylkinu þegar þeir taka prófin.
Próftökustaðirnir útvega allan búnað sem þarf til að taka prófin
og það má ekki hafa neitt á sér í próftökusalnum. Leitað er á
prófmönnum áður en þeir fara inn í prófsalinn og tekin af þeim
fingraför, hvort sem það er fyrir próf eða eftir hlé. Prófreglum
og fyrirkomulagi er ágætlega lýst í fréttablaði tileinkað próf-
mönnum sem gefið er út af NASBA.6
Prófefnið
Efnið sem prófað er nokkuð víðfeðmt og mun ég hér á eftir
fjalla um það í grófum dráttum fyrir hvert próf um sig. Prófað
er ( öllu efninu, þannig að það eru litlar líkur á að vera heppinn
eða óheppinn með spurningar þó það geti hent í 40% hlut-
anum sem byggir á verkefnum.
FAR - Reikningshald og reikningsskil
Eins og gefur að skilja er megin áherslan á bandarískar reikn-
ingsskilareglur (GAAP) en auk þess þarf að kunna skil á því
hvaða munur er á þeim og alþjóðlegu reglunum (IFRS). Einnig
er gert ráð fyrir þekkingu á reikningsskilum opinberra aðila og
1. NASBA National Association of Stateboards of Accountancy www.nasba.org
2. http://www.aicpa.org/BecomeACPA/CPAExam/Pages/CPAExam.aspx
3. California Board of Accountancy http://www.dca.ca.gov/cba/
4. http://www.efficientlearning.com/wileycpaexcel/
5. https://www.prometric.com
6. https://media.nasba.org/files/2011/09/CandidateBulletin_October2015.pdf
FLE blaðið janúar 2016 • 27