FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 8

FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 8
Starfsemi FLE Byggt á skýrslu frá aðalfundi 2015 Sigurður B. Arnþórsson er framkvæmdastjóri FLE Á starfsárinu 2014-15 stóð félagið fyrir samtals 26 atburðum sem veittu um 52 endurmenntunareiningar sem er sambæri- legt og árið áður. Heildarmæting á þessa atburði var tæplega 1.400 manns sem er örlítil fækkun frá fyrra starfsári. í ár lýkur þriggja ára endurmenntunartímabili fyrir marga endurskoð- endur þar sem lágmarkskrafan er 120 einingar yfir 3 ár. Á þessu þriggja ára tímabili hefur félagið staðið fyrir fjölbreyttum atburðum sem hafa veitt rúmlega 160 einingar og má því segja að félagið hafi staðið sína plikt og rúmlega það samkvæmt lögum með því að hlutast til um að fullnægja kröfum um end- urmenntun. Þó breyting á mætingu milli ára hafi verið óveruleg þá er áhugavert að rýna örlítið betur á tölurnar. Má í því sam- bandi nefna hvað ráðstefnurnar halda sínu og gott betur í fjölda og á það sérstaklega við um Skattadag FLE eftir hæga og síg- andi fækkun undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að í ár mættu þar rétt um 200 manns sem er sögulegt met borið saman við Skattadag undanfarin ár. Það er alla vega Ijóst að af áðurnefndum 26 atburðum eru ráðstefnurnar fjórar kjölfestan með um tæplega helming af heildarfjölda mætinga. Á þessum ráðstefnum voru margir góðir og áhugaverðir fyrirlestrar haldnir en af öðrum ólöstuðum vil ég sérstaklega nefna Arnold Schilder formann IAASB sem var með okkur á Endurskoðunardeginum. Jens Röder framkvæmdastjóri NRF opnaði Haustráðstefnuna með afar fróðlegu erindi um stöðu mála hvað varðar SASE- Norræna endurskoðunarstaðalinn. Eins og fram kom hjá honum er mikil vinna fram undan á þeim vettvangi og mun FLE leggja sitt að mörkum. Staðladrögin hafa nýlega verið þýdd á íslensku en það er nokkuð Ijóst að einhverjar breytingar munu verða á honum á næstunni. Þetta hefur verið mikið og metnaðarfullt starf sem vonandi mun skila okkur þeirri niðurstöðu sem við getum öll sætt okkur við. Þá má sérstaklega nefna Gleðistundina sem við héldum núna f haust sem einhvers konar upphafs vetrarstarfsins. Sérstaklega var ánægjulegt að geta tengt þann atburð við meistaramót FLE í golfi sem var haldið sama dag og tilnefningu Golfmeistara FLE árið 2015. Vonandi er þetta fyrirkomulag komið til að vera. Nefndarstarf Að venju eru fastanefndir félagsins mikilvægur hlekkur í starf- semi þess og bera oft hitann og þungann af ákveðnum mál- efnum. Á það ekki síst við Reikningsskilanefnd félagsins sem hefur lagt á sig ómælda vinnu á liðnu starfsári með aðkomu sinni að vinnuhóp á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins vegna innleiðingar Ársreikningatilskipunar EU, en drög að frumvarpi hefur nú litið dagsins Ijós. Er von á að formlegt frumvarp muni birtast mjög fljótlega. Samtals hefur vinnuhópurinn haldið um 50 fundi frá því í fyrravor og er mér satt að segja ekki kunn- ugt um aðra eins aðkomu félagsins undanfarin ár að einstöku málefni. Það er því alveg Ijóst í mínum huga að starfsemi félagsins og mikilvægi fagnefnda þess skiptir hagsmunaaðila og viðskiptaumhverfið miklu máli. Reikningsskilanefndinni eru færðar sérstakar þakkir fyrir fórnfúst starf á liðnu ári. Hvað varðar Endurskoðunarnefndina þá er athygli félagsmanna vakin á einblöðungi um þjónustuafurðir endurskoðenda sem nefndin vann að á liðnu ári og má finna á vefsíðu félagsins. Nefndin hefur jafnframt rætt um væntanlega innleiðingu tilskip- unar EU varðandi endurskoðun, en það má gera ráð fyrir að sú innleiðing mun verða helsta verkefni nefndarinnar á komandi starfsári. Að venju hefur Skattanefndin staðið vaktina gagnvart Ríkisskattstjóra og framundan eru fundir hjá RSK varðandi frestmál fyrir komandi ár. Jafnframt hefur RSK boðað ákveðn- ar hugsanlegar breytingar á lögaðilaskilum á árinu 2017 sem tengist því að stórir lögaðilar hafi skemmri frest, væntanlega Frá aðalfundi 2015. Frá Skattadegi 2015. 6 • FLE blaðid janúar 2016

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.