FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 5
Frá hádegisfundi.
Einn af mörgum vinnufundum.
ýmislegt, en vantaði allt verkvit. Þegar ég svo byrjaði í vinnunni
var mér gert að stemma af bankareikning sem ég kunni bara
alls ekki og konan sem var í bókhaldinu tók að sér að kenna
mér þetta. Þegar ég var búin að vinna í viku og bankareikning-
urinn stemmdi ekki ennþá var ég bara að hugsa um að hætta,
fannst ég hlyti að vera of illa gefin til að ná þessu nokkurn tíma.
En svo kom þetta. Ég segi stundum við þá sem eru að byrja að
þeir þurfi að þrauka því það sé veldisvöxtur (framförum þegar
þeir ná verklaginu. Fólk getur bara verið rólegt þó það kunni
ekki neitt, þetta kemur býsna hratt. Maður þarf að læra vinnu-
brögðin, en ég var heppin með vinnufélagana. Fannst þetta
samt lengi framan af frekar leiðinlegt af því maður var einhvern
veginn svo einangraður, sat bara og var að gera framtöl, færa
bókhald og stemma eitthvað af."
Fjölbreytileiki
„Fyrsta árið var ég oft komin á fremsta hlunn með að hætta en
svo breytist starfið fljótt, það komu aukin samskipti við fólk og
verkefnin urðu fjölbreytt. En þetta var pínu krefjandi fyrst, svo
voru bankarnir að reyna að veiða mann til sín, stöðugt áreiti frá
bankaheiminum sem var í miklum uppgangi. Maður varð eigin-
lega að standa í lappirnar og staðfesta ætlun sína um að verða
endurskoðandi. En ef maður horfir á þetta núna, þá eru kost-
irnir við þetta starf einmitt fjölbreytileikinn. Það ber ekkert svo
mikið á honum í fyrstu og alls ekki utan frá séð. Fólk heldur að
maður sé í einhverju einhæfu og leiðinlegu en það er af og frá.
í dag er það þannig að ég þarf að takast á við eitthvað nýtt,
ekki bara á hverjum degi heldur fyrir hádegi og eftir hádegi líka.
Eitthvað kemur inn á borð sem maður hefur aldrei gert og þarf
bara að finna út úr. Maður þarf að vera duglegur við að meta
kostina við hvert starf og fjölbreytileikinn er einmitt stærsti
kosturinn í þessu starfi. Maður er stöðugt að takast á við nýjar
áskoranir og fagið á fleygiferð."
„Þú þarft að vera góður í samskiptum og vera mannþekkjari,
en á sama tíma þarftu lika að búa yfir ákveðinni tæknilegri
færni, svo blanda af þessu þarf að vera til staðar til þess að
vera góður endurskoðandi. Það er svo erfitt að vinna við að
'leiðrétta fólk' þannig að það þarf að gera það með ákveðnum
hætti og það er krefjandi. Við sjáum að þjálfunin snýst í raun og
veru mikið til um það að efla samskiptafærni fólks. Það snýst
ekki bara um það að kunna að færa bókhald, gera ársreikninga
og endurskoða, þú þarft líka að geta átt í góðum samskiptum
við fólk."
Skattur, reikningsskil eða endurskoðun?
„Það er svolítið erfitt að velja þarna á milli og ég hef eigin-
lega staðið frammi fyrir því að þurfa aðeins að velja þar sem
ég er meira að veita stórum aðilum þjónustu í endurskoðun.
En á sama tíma vinn ég líka fyrir minni aðila sem þurfa öðru-
vísi þjónustu - en þeir aðilar ætlast til að maður sé með allar
svona tæknilegar skattareglur á hreinu, sem þú nærð ekkert
að hafa nema vera á fullu í því, því skattalagaþreytingarnar eru
svo miklar. Það var auðveldara áður fyrr, en núna er eiginlega
erfiðara að halda í að vera sérfræðingur í skattskilum. En lög-
fræðingarnir eru líka að sinna þessu meira svo maður leitar
bara til þeirra, enda eru þeir sérfræðingarnir á þessu sviði. Ég
hef því orðið að velja, er í endurskoðun á stærri félögum, en á
sama tíma er einhvern veginn mest gefandi að veita smærri
aðilum þjónustu þar sem maður hjálpar þeim svo mikið í þess-
um heimi sem þeir eru oftast hræddir við. Maður getur hjálpað
þeim með virðisaukaskattinn, með reiknað endurgjald og greitt
úr málum fyrir þá. Það er eiginlega öðruvísi gefandi en að vinna
með stóru aðilunum, sem þó eru mjög spennandi og krefjandi
verkefni."
Skemmtilegt starf
„Ég er mjög sátt við hvar ég er stödd í dag. Það hafa öll störf
kosti og galla, þetta snýst um að horfa á kostina við starfið
sem er fjölbreytileikinn, sveigjanleikinn, tækifæri til að hitta
svona mikið af fólki, öll samskiptin en á sama tima að takast
á við tæknilegu hliðina. Aðalgallinn er það að þurfa að selja út
tímana og öll þessi pressa um að allt skuli vinnast svo hratt.
Vinnuálagið er líka mikið, maður þarf að læra að taka sér frí
þegar það er hægt. Þetta er svolítið vinna út í eitt, maður
þarf líka að þjálfa sjálfan sig i að treysta öðru fólki til að vinna
svo maður eigi auðveldara með að deila út verkefnum - því ef
maður gerir það ekki þá er maður í vondum málum. Þetta er
FLE bladið janúar 2016 • 3