FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 26
„Hvers vegna þarf ég að bíða svona lengi eftir álagningunni?"
er algeng spurning meðan á framtalsfresti stendur. Slíkt fyrir-
komulag er ótvírætt það framtíðarfyrirkomulag sem æskilegt er
að stefna að. Breytingar af því tagi yrðu þó mjög krefjandi og
þarfnast mikils undirbúnings og fjármagns. Mjög margir þyrftu
að koma að slíku, breyta þyrfti lögum í grundvallaratriðum og
taka á ýmsu sem hingað til hefur fylgt álagningu opinberra
gjalda á einum tíma. Hvað tækni og tölvubúnað varðar er Ijóst
að hanna þyrfti ný tölvukerfi fyrir álagninguna frá grunni og
m.a. tengja þau við innheimtukerfi ríkissjóðs. Mikill kostnaður
yrði vegna þessa og enginn vafi er á að sá kostnaður myndi
mælast í hundruðum milljóna - ef ekki milljörðum. Þegar af
þeirri ástæðu verður það framtíðarfyrirkomulag að bíða um
sinn. Það er einnig Ijóst að slíkt verkefni mun taka nokkur ár í
undirbúningi, skipulagningu og prófun.
Áhrif flýtingar álagningar
Flýting álagningar jafnvel þótt ekki sé nema um mánuð að
ræða, mun hafa ýmis fjölþætt áhrif. Ríkisskattstjóri hefur rætt
þessar hugmyndir við fjölda aðila. Almennur vilji er til þess að
færa álagninguna af sumarleyfisttma framar í tíma og er það
ástæða þess að ákveðið hefur verið að hrinda þessum breyt-
ingum í framkvæmd. Að mörgu þarf að hyggja við slíkt. Færa
þarf skilafresti framar bæði við skil á launamiðum og öðrum
skattagögnum sem notuð eru til áritunar inn á skattframtöl en
þar má nefna rafrænar upplýsingar um laun, hlutafé og arð,
upplýsingar frá ýmsum opinberum aðilum um ökutækjaeign,
skipakost og fasteignamat húseigna. Hið sama á við um ýmsar
fjárhagsupplýsingar frá fjármálafyrirtækjum, innstæður, vaxta-
tekjur, skuldir og fleira.
Frestir til að skila framtölum (eða staðfesta þau ef framtalið
er fullbúið) þurfa að breytast og almenningur og fagaðilar
munu hafa skemmri tíma en áður til að ganga frá framtölum.
Óhjákvæmilega mun það bæði eiga við um almenna fresti
framteljenda til að skila og einnig framlengda fresti fagaðila.
Síðast en ekki síst hefur ríkisskattstjóri nú skemmri tíma til
að yfirfara framtöl og ganga úr skugga um réttmæti þeirra,
undirbúa ófullkomin framtöl fyrir álagningu og ganga frá áætl-
unum skattstofna hjá þeim aðilum sem ekki hafa staðið skil á
skattframtölum og ekki eru til nægjanlegar upplýsingar um til
að útbúa skattframtal á grundvelli staðgreiðslu- og eignaupp-
lýsinga.
Allt þetta hefur eðli máls samkvæmt í för með sér að álagningu
opinberra gjalda verður ekki flýtt nema frestir allra til hvers
verkþáttar sé styttur. Framtalsfresturinn er einn veigamesti
þáttur þessa og mun verða skemmri en hingað til hefur verið.
Mestar áhyggjur eru af fagaðilum, einkum þeim sem hafa
mörg framtöl á sinni könnu. Ekki er unnt að hafa fresti til þeirra
jafnlanga og áður hefur verið - því miður.
Gjalddagar eftir álagningu verða sex ( stað fimm en fyrirfram-
greiðslugjalddagar verða fjórir í stað fimm. Þá er mikilvæg
breyting sem gerð var samhliða þessu sem er að tvöfalda
lengd kærufrests eftir álagningu úr 30 dögum í 60 daga.
í einhverjum tilfellum mun ekki takast að útbúa skattframtal í
tíma og því ekki ósennilegt að flýting álagningar gæti fjölgað
kærum og kæruframtölum að einhverju marki. Eins og fyrri ár
mun kapp verða lagt á að hraða afgreiðslu á kæruframtölum.
Hin mikla lenging á kærufresti gæti i einhverjum tilvikum einnig
stuðlað að fleiri kærum en hugsanlega fækkað skatterindum á
móti.
Álagning lögaðila
Tímamörk álagningar lögaðila og manna fylgdist að áratugum
saman og voru hin sömu þ.e. 31. júlí ár hvert en hafði í árdaga
verið í maí og júní. Á árinu 1993 hófst vinna við gerð svonefnds
staðlaðs rekstrarframtals sem þá hafði staðið til í nokkur ár.
Þegar slíku framtali var skilað í fyrsta skipti á árinu 1998 var
tekin ákvörðun um að seinka framtalsskilunum til haustmán-
aða það ár á grundvelli bréfs ríkisskattstjóra hinn 26. maí 1998.
Meginforsenda seinkunarinnar var að endurskoðendur töldu að
byrjunarörðugleikar við innleiðingu staðlaðs rekstrarframtals
gerði það að verkum að ekki myndi takast að skila skattfram-
tölum lögaðila á sama tíma og verið hefði. Ári síðar voru enn
erfiðleikar og þröng tímamörk gerðu það að verkum að aftur
var ákveðið að fresta framtalsskilum lögaðila um sinn sem rík-
isskattstjóri gerði með bréfi hinn 17. maí 1999. Smám saman
festist þessi frestun í sessi og ríkisskattstjóri hefur ekki fært
álagninguna til fyrra horfs þótt því hafi margsinnis verið hreyft
við endurskoðendur og aðra fagaðila í Ijósi tækniframfara og
annars að til slíks gæti komið.
Lokaorð
Á síðustu árum hefur það komið æ skýrar i Ijós svo sem fyrr
hefur verið rakið að brýnt er að Ijúka álagningu lögaðila fyrr,
einkum hinna stærri enda verður að telja að megin niðurstöður
í rekstraruppgjöri langflestra stærri lögaðila liggi fyrir löngu áður
en álagning fer fram. Ríkisskattstjóri hefur því á undanförnum
tveimur árum rætt þá möguleika við stjórn og starfsmenn FLE
að endurmeta skilafresti á lögaðilaframtölum með það fyrir
augum að álagningu þeirra Ijúki fyrr en verið hefur. Ekkert hefur
verið endanlega afráðið þegar þetta er ritað í janúarbyrjun 2016
en fyrirsjáanlegt er að breytingar séu óhjákvæmilegar á næstu
misserum. Við slíkar breytingar mun ríkisskattstjóri kappkosta
að eiga gott samstarf við endurskoðendur til að unnt verði að
ná samkomulagi um það með hvaða hætti endurskoðendur og
skattyfirvöld geta mætt kröfum um að upplýsingar úr skatt-
framtölum verði aðgengilegar í hagstjórnarskyni fyrr en verið
hefur. Æskilegast er að breyta vinnufyrirkomulagi við uppgjör
á stærstu fyrirtækjunum þannig að unnt verði að Ijúka framtals-
skilum um leið og ársreikningur er saminn og samþykktur af
stjórn og aðalfundi eða með öðrum hætti.
Framundan eru nú stefnumarkandi viðræður á milli ríkisskatt-
stjóra og endurskoðenda til að leita leiða með hvaða hætti
unnt verði að koma breytingum í framkvæmd í sæmilegri sátt
manna á milli.
Skúli Eggert Þórðarson
24 • FLE blaðiðjanúar2016