FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 9

FLE blaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 9
Gjöf til hjartadeildanna. mun Ríkisskattstjóri gera grein fyrir því á vettvangi félagsins þegar þær hugmyndir liggja endanlega fyrir. Störf Gæðanefndarinnar hafa verið í föstum skorðum undan farin ár og hefur aðallega tengst yfirferð Gæðaeftirlitsskýrslna, undir yfirstjórn ER. ( ár lýkur fyrsta tímabilinu, sem kveður á um að endurskoðendum sé skylt að sæta gæðaeftirliti eigi sjaldnar en á sex ára fresti. Sitt sýnist hverjum um reynsluna og framkvæmdina á þessu tímabili og mikið verið rætt og ritað. Ljóst er að eftirlitið mun breytast á næstunni þar sem Evróputilskipun sú sem Islandi ber að innleiða á næsta ári leggur bann við því að félag eins og okkar komi að framkvæmd eftirlits með félögum tengdum almannahagsmunum. Hvernig því verður fyrirkomið og hvort FLE mun yfir höfuð koma að Gæðaeftirliti í náinni framtíð á eftir að koma (Ijós í þeirri vinnu sem framundan er hjá vinnuhóp sem ANR hefur nýlega sett á laggirnar og FLE er aðili að. Nýjum félagsmönnum var boðið I heimsókn. Endurskoðunartilskipun EB - ráðgjafahópur FLE Þó nokkur umfjöllun hefur átt sér stað undanfarin misseri um Endurskoðunartilskipunina á vettvangi félagsins og þá eðlilega einna helst þau atriði þar sem þar er kveðið á um. FLE hefur skipað sinn eigin ráðgjafahóp sem þegar hefur hafið undirbún- ing og yfirferð á tilskipuninni. Hér verða stuttlega nefnd örfá atriði sem komið hafa til umræðu og kalla má séríslensk og er ekki beint kveðið á um í umræddri tilskipun en hafa verið rædd í ráðgjafahópi félagsins. Þar skal fyrst nefna ákvæði laga 79/2008 um að endurskoðandi skuli rækja störf sín í samræmi við alþjóðlega endurskoðunar- staðla og ákvæði til bráðabirgða II þar að lútandi. Miklar og heitar umræður hafa verið um þessi lagaákvæði undanfarin ár sem brýnt er að leiða til lykta. Þar ber einna hæst sú staðreynd að ISA staðlarnir hafa ekki verið þýddir á íslensku hvorki að hálfu yfirvalda né heldur af hálfu okkar litla félags. Inn í þessa Gullmerkjahafar 2015. FLE blaðið]anúar2016 • 7

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.