Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 4
198
RAÐUNAUTAFUNDUR 1978
MÖGULEIKAR í ALIFUGLA- OG SVÍNARÆKT.
Gunnar Bjarnason
Rannsóknastofnun landbúnaÖarins
Möguleikar þessara búgreina og annarra, sem til greina
geta komið, s.s. loödýra ýmiss konar, verða aö miðast við for-
sendur og markmiö, sem setja má fram meö ýmsu móti.
Ég vil hér setja fram þrenns konar spurningar um möguleika
þessara búgreina og reyna aö svara þeim miðaö viö þær forsendur,
sem hver spurning dregur fram:
I. Möguleikar til framleiðslu eggja, fugla- og svínakjöts
viö ríkjandi aöstæöur?
II. Möguleikar þessarar framleiöslu í samkeppni viö kjöt-
framleiðslu af sauöfé og nautgripum?
III. Möguleikar að framleiða afurðir af alifuglum og svínum
meö íslenzku fóöri og aö hvaöa marki?
I. Möguleikar framleiðslunnar við ríkjandi aðstæður?
Til aÖ svara þessari spurningu þarf aö gera sér grein fyrir
hversu mikil neyzla er í landi hér á þessum afuröum. Ekki er
unnt aö svara því nema með nokkrum ágiskunum út frá framtali í
hagskýrslum:
a. Það virðast vera um 1000 gyltur £ landinu.
Ætla má að gyltan gefi um 1 tonn af svína-
kjöti (þ.e. heilir skrokkar í gálga), alls ca. 1000 tonn
b. Áætlað hefur verið, aö framleiösla á
fuglakjöti sé þessi: Hænukjöt " 100 tonn
Kjúklingakjöt " 450 tonn
c* Eggjaframleiðslan eftir ca. 200.000
hænur gæti verið
2.200 tonn
Afurðir samtals
3.750 tonn