Ráðunautafundur - 13.02.1978, Side 11
205
III. Möguleikar að nota íslenzkt fóður handa svínum og alifuglum?
Að hve miklu leyti mætti nota íslenzkar fóöurtegundir til
eldis svína og fugla er því miöur örðugt aö spá um, því aö til-
raunir á þessu sviði hafa ekki verið gerðar ennþá. Aöeins var
gerð athugun á þessu á útmánuðum 1977 á Rala (Þormóösdal).
Fyrst var reynt aö setja saman fóðurblöndur úr grasmjöli, fiski-
olíum og fiskimjöli eingöngu, og blöndunarhlutföll höfö þannig,
að fylgt væri stöðlun F.R. um heilfóöur. Til samanburðar var
fóðraö með FB-heilfóðri í samanburöarflokki. Varpið hélst vel
fyrstu vikuna, en snarféll þá í tveimur tilraunum. Ástæður
fyrir þessu varpfalli var ekki sönnuð og þarfnast miklu frekari
rannsókna. Þriðja tilraunin var gerð með fóðurblöndu, sem
þannig var saman sett: 37% maísmjöl
31% grasmjöl
15% þorskmjöl
9% feiti (tólg og lýsi)
6% fóðurkalk
2% Stewart-fóðursalt
I 100 kg af blöndunni voru 97.3 Ffe með um 150 g meltanlegu
proteini í Ffe. I hvorum flokki voru 12 hænur. Tilraunaskeiðið
var 50 dagar og niðurstöður voru þessar:
Tilraunaflokkur Samanburðarflokkur
Fjöldi eggja á dag 6.96 7.04
Hænuþyngd 1. dag 1.98 kg 2.01 kg
" 50. dag 1.92 " 1.98 "
Létting á tilraunaskeiði: 0.06 " 0.03 "
Um bragðprófun, sem gerð var á Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins segir í skýrslu frá þeim: "Prófunin var framkvæmd með
þríhyrningsaðferð (Completely balanced triangle test). Sex
dómarar, sem áður hafa sýnt næmi fyrir bragðmun, voru valdir
til að prófa eggin þrjá daga í röð. I hvert skipti fengu þeir
þrjú sýni, tvö úr öðrum eggjaflokknum, eitt úr hinum og áttu að
velja staka sýnið úr. Eggin voru soðin (5 1/2 mín.), helminguð
og borin fram heit.