Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 16
210
RANNSÖKNAREFNI OG AÐFERDIR.
Á haustin hafa flekkóttu lömbin verið dæmd eftir því, hve
mikið dropótt þau eru. Fram til ársins 1976 var aðeins skráð
athugasemd í orðum við lambið, en haustið 1977 voru gefnar eink-
unnir fyrir dropótta litinn, um leið og lömbin voru skoðuð.
Einkunnagjöfin fyrir dropótta litinn er sýnd í 1. töflu.
1. tafla. Skilgreining á einkunnum fyrir dropóttan lit.
Einkunn Lýsing
0 Ekki dropótt.
1 Mjög lítið dropótt, ein og ein doppa á stangli.
2 Gisdropótt.
3 Mikið dropótt, en doppur vel aðgreinanlegar.
4 Mjög mikið dropótt, doppur varla aðgreinanlegar, ' (Kras sdropótt).
5 Samfelldar doppur (Dökkt að sjá í þel).
Lýsingum á dropóttum lit á lömbum frá því fyrir 1977 hefur
verið breytt í einkunn, og er sýnt í 2. töflu, hvernig skráningu
á litnum í orðum var breytt í einkunn.
2. tafla. Einkunnir fyrir dropóttan lit á lambsgærum unnar úr
Einkunn lambabókum frá Hólum frá árunum 1963-1976. Orðuð lýsing
0 Ef tekið er fram að lambið er ekki dropótt.
1 Ef sagt er að lambið sé lítið dropótt.
2 Ef skrifað er bara, dropótt og líka þegar tekið er fram að lambið er meðal dropótt eða sæmilega dropótt
3 Ef skrifað stendur að lambið sé mikið dropótt eða vel dropótt.
4 Ef tekið^er fram að lambið sé mjög mikið dropótt, þrældropótt eða krassdropótt.
5 Ef skrifað er að dropur séu samfelldar eða mjög þéttar eða að lambið sé dökkdropótt.
Ef ekkert er tekið fram um dropur á flekkóttum
lömbum er ekki gefin einkunn.