Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 19
213
Með því að vega saman hækkun á einkunn lamba frá einum
flokki áa til annars með vogtölunni (n^ • n^^/Cn^ + n^), fæst
að lömb hafa hækkað um 0.275 stig að meðaltali fyrir hvert stig
sem móðirin hefur hækkað. Samkvæmt því er arfgengi á einkunn
, 2
fyrir dropottan lit, h = 0.55.
Vegin breyting á útbreiðslu á dökkum lit á lömbum með aukn-
ingu á einkunn mæðra fyrir dropóttan lit um 1 stig, reyndist
+ 1.68 einingar, eða hverfandi lítil. Er það sama bendingin og
áður, að erfðasamhengi á milli útbreiðslu á dökkum lit og eink-
unnar fyrir dropótt sé ekkert.
Alyktanir.
Uppgjör það, sem hér birtist um úrval fyrir dropóttum lit
á lambsgærum sýnir, að mjög auðvelt er að rækta upp dropóttan
lit á sauðfé.
Velja þarf til undaneldis tvílit lömb, sem eru sem allra
mest hvít, helst ekki nema baugótt eða kjömmubíldótt, og velja
jafnframt þau þeirra, sem hafa þéttustu dropana í þelinu.
Arfgengið á útbreiðslu dökku flekkjanna og arfgengið á
éinkunninni fyrir dropótt er hvorutveggja svo hátt, að mikill
árangur á að geta náðst á skömmum tíma. Þá má telja það happ
fyrir þessa ræktun, að útbreiðsla á dökkum lit og einkunn fyrir
dropótt eru ótengdir eiginleikar, þannig að hvor um sig hreyfist
ekki við umbætur á hinum.
SAMANDREGIÐ YFIRLIT.
Lýst er ræktun á dropóttum lit á tvílitu fé á Hólum í
Hjaltadal á árunum 1963-1977. Rannsóknin nær til 27 hrúta og
116 áa, sem alls hafa átt 734 lömb.
Arfgengi á útbreiðslu á dökkum lit reyndist mjög hátt eða
um 0.8, og arfgengi á einkunn fyrir dropótt 0.55. Erfðasamhengi
milli útbreiðslu á dökkum lit og einkunnar fyrir dropótt er
nálægt því að vera 0.