Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 34
228
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1978
HLUNNINDI
Árni G. Pétursson
Búnaöarfélagi Islands
Frá upphafi búsetu hér á landi og fram yfir síÖustu
aldamót voru hlunnindi jaröa stór liður í afkomu fólks til
sjávar og sveita. Meö þjóöfélagsröskun og spillingu
samfara hersetuþjóöarinnar um og upp úr 1940, breyttist
mjög mat almennings og stjórnvalda á gildi landsins gæöa.
Smáborgaraháttur og sleikjuskapur fyrir öllu erlendu reiÖ
þá viö einteiming, þjóðfélaginu til heljar og virðist sá
fleðuháttur ríkja enn í dag.
Hér áöur voru talin til hlunninda ýmis gæði, sem
ekki eru litin sömu augum um þessar mundir.
Má þar nefna fuglaveiöar, eggjatekju, sölvafjöru, grasa-
tekju, skelfisk, hrísrif, svarðartekju og skógarhögg. Til
hlunninda í dag teljast fyrst og fremst reki, dúntekja,
selveiÖi, hrognkelsa- og silungsveiði og svo jaröhiti og
laxveiði, sem eru hæst skráð af hlunnindum í dag.
Ég mun þó fyrst og fremst ræöa aðavarp og reka aö þessu
sinni.íau hlunnindi eru jafngömul landnámi og voru mikils-
metinn fram í lok fjórðatugs þessarrar aldar, er umbylting
varö til hins verra í íslensku þjóðlífi. Á síöustu áratugum
þýkir næstum minnkun af að nýta landsins gæði, en hossaö til
skýja hverju einu fánýti af erlendum uppruna, og eru stjórn-
völd sleppa þar síst til eftirbreytni. Má nefna að sjálf-
sagt hefur veriö taliö, að flytja til landsins lélega
sívalnings giröingastaura, keypta fyrir gjaldeyri, sem þörf
hefði verið á að verja á aöra vegu, en í engu hlúö aö,
heldur unniö gegn af ríkisreknum aðilum, aö bændur gætu
nýtt reka sinn sér til framdráttar. Látum hér aöfararoröum
lokiö.