Ráðunautafundur - 13.02.1978, Síða 43
237
1. SÝRUFAR JARÐVEGS
Af þeim þáttum sem beint eöa óbeint hafa áhrif á
eÖlis-, efna- og lxffræöieiginleika jarövegs hefur sýrufariö
sérstöðu. Þess vegna er oft fjallað um það sérstaklega,
þó sýrufarið sé afleiðing jónskipta í jarðveginum.
Jarðvegsagnir - bæði lífrænar og ólífrænar - sýna
sýrueiginleika, þ.e. geta gefið frá sér vetnisjónir (H+) út
í jarðvökvann. Sýrustigsmæling á jarðvegi er einmitt í því
fólgin að hræra jarðveginn út í vatni eða saltlausn og mæla
síðan fjölda vetnisjóna í upplausn. Sá hluti af vetnisjónum,
sem finnst í jarðvökvanum, er aðeins lítill hluti heildar-
sýru £ jarðveginum, sem má ákvarða t.d. með því að skola
jarðveginn með búfferlausn með ákveðiö pH (t.d. 7).
Hluti af heildarsýrunni er skiptanleg sýra, þ.e.
vetnis- og áljónir, sem taka jónskiptum við aðrar málmjónir
við óbreytt sýrustig jarðvegsins. Hluti hennar er hins
vegar pH-háður og kemur aðeins til álita, þegar sýrustigi
jarðvegsins er breytt.
Fyrir plöntur skiptir skiptanleg sýra og pH-gildi
jarðvegs einkum máli, en eigi að breyta sýrustiginu, t.d.
með kölkun, þarf einnig að eyða sýru frá pH-háðum sýruhópum
í leirögnum og lífrænu efni.
1.1 Myndun jarðvegssýru
Myndun jarðvegssýru hvílir einkum á skiptum á
basískum jónum (Ca2+, Mg2+, K+ og Na+) við ál og vetni, sem
nefna má súrar jónir. Þessi skipti verða aðallega með sig-
vatni, við næringarnám plantna og við notkun á lífeðlis-
fræðilega súrum áburði.
Sigvatn. I röku loftslagi þar, sem úrkoma er meiri en nemur
uppgufun, sígur regnvatnið niður í jarðveginn, a.m.k. hluta
ársins. Jarðvegurinn verður þá fyrir áhrifum af kolsýru-
menguðu vatni, sem skiptir á vetnisjónum við basiskar jónir
á svifefnunum. I nágrenni iðnaöarhverfa er regnvatnið
einnig mengað súrum brennisteinssamböndum, sem auka sýringu
jarðvegsins. Falli sýrustigið undir pH5, taka áljónir í