Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 50

Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 50
244 á Hvanneyri. Frá þessum stöövum hafa einnig verið gerðar dreifðar tilraunir meðal bænda. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hefur sent frá sér tvö fjölrit, þar sem gerð er samantekt á þessum tilraun- um, einkum hvað varðar áhrif kölkunar á grasvöxt, prótein og steinefni í grasi. Eru þetta fjölrit RALA nr. 7. „áhrif kölkunar á grasvöxt, prótein og steinefni í grasi", eftir Áslaugu Helgadóttur og Friðrik Pálmason, og fjölrit nr. 20: „Kalktilraunir á Hvanneyri, í Borgarfirði og á Snæfellsnesi", eftir Áslaugu Helgadóttur. 2.2 Hagkvæmni kölkunar - kalksvörun. Hér verður stuttlega bent á þætti, sem líklegt er að hafi áhrif á kalksvörun. Þessi atriði eru framræsla, gróður- far, áburðarnotkun og veðurfar. Framræsla. Sé framræslu ábótavant eru þess engar líkur, að grösin geti hagnýtt sér til fulls hin bættu vaxtarskilyrði, sem kölkunin ætti annars að hafa í för með sér. Framræsla getur hafa verið ófullnægjandi frá frumræktun, t.d. of langt á milli skurða eða bleyta komið upp á takmörkuðum svæðum. Einnig eru dæmi um, að móajarð- vegur reynist of rakur eftir að hann hefur veriö brotinn tíl túnræktar. Endurbætur á framræslu getur verið þörf af eðlilegum orsökum. Skurðir gróa upp og fyllast smám saman. Mýrlendi sígur vegna niðurbrots og umsetningu lífrænna efna og einnig vegna þjöppunar fyrir áhrif umferðar og beitar. Gróðurfar. Ef x túninu vaxa grös, sem hafa aðlagast aðstæðum á staðnum, eru minni líkur á að uppskera aukist við kölkun. Meðal þeirra grasa, sem þola vel lágt sýrustig má nefna língresi. í tilraunum á Hvanneyri hefur hlutdeild þess í gróðurfari minnkað mikið við kölkun. Sömuleiðis minnkar mosi mikið. Staðbrigði af íslenzkum túnvingli virðast einnig hafa aðlagast kalksnauöum aðstæðum. Vallarfoxgras og vallarsvifgras virðast kalksækin. Af túnum með mismunandi gróðurfari eru líkur fyrir uppskeruauka við kölkun mestar, þegar þar vaxa grös af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.