Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 50
244
á Hvanneyri. Frá þessum stöövum hafa einnig verið gerðar
dreifðar tilraunir meðal bænda.
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hefur sent frá
sér tvö fjölrit, þar sem gerð er samantekt á þessum tilraun-
um, einkum hvað varðar áhrif kölkunar á grasvöxt, prótein
og steinefni í grasi. Eru þetta fjölrit RALA nr. 7.
„áhrif kölkunar á grasvöxt, prótein og steinefni í grasi",
eftir Áslaugu Helgadóttur og Friðrik Pálmason, og fjölrit
nr. 20: „Kalktilraunir á Hvanneyri, í Borgarfirði og á
Snæfellsnesi", eftir Áslaugu Helgadóttur.
2.2 Hagkvæmni kölkunar - kalksvörun.
Hér verður stuttlega bent á þætti, sem líklegt er að
hafi áhrif á kalksvörun. Þessi atriði eru framræsla, gróður-
far, áburðarnotkun og veðurfar.
Framræsla. Sé framræslu ábótavant eru þess engar líkur, að
grösin geti hagnýtt sér til fulls hin bættu vaxtarskilyrði,
sem kölkunin ætti annars að hafa í för með sér.
Framræsla getur hafa verið ófullnægjandi frá
frumræktun, t.d. of langt á milli skurða eða bleyta komið
upp á takmörkuðum svæðum. Einnig eru dæmi um, að móajarð-
vegur reynist of rakur eftir að hann hefur veriö brotinn
tíl túnræktar.
Endurbætur á framræslu getur verið þörf af eðlilegum
orsökum. Skurðir gróa upp og fyllast smám saman. Mýrlendi
sígur vegna niðurbrots og umsetningu lífrænna efna og einnig
vegna þjöppunar fyrir áhrif umferðar og beitar.
Gróðurfar. Ef x túninu vaxa grös, sem hafa aðlagast aðstæðum
á staðnum, eru minni líkur á að uppskera aukist við kölkun.
Meðal þeirra grasa, sem þola vel lágt sýrustig má nefna
língresi. í tilraunum á Hvanneyri hefur hlutdeild þess í
gróðurfari minnkað mikið við kölkun.
Sömuleiðis minnkar mosi mikið. Staðbrigði af íslenzkum
túnvingli virðast einnig hafa aðlagast kalksnauöum aðstæðum.
Vallarfoxgras og vallarsvifgras virðast kalksækin.
Af túnum með mismunandi gróðurfari eru líkur fyrir
uppskeruauka við kölkun mestar, þegar þar vaxa grös af