Ráðunautafundur - 13.02.1978, Síða 53
<:4 1
Viö lægsta fosfórskammtinn hefur kölkunin iákvæö
áhrif, þegar lítið er borið á af köfnunarefni. Þegar borin
eru á 13 kg P/ha, er um 2. hestburða uppskeruauki við 60 og
120 kg N/ha. Það er fyrst við 20 kg P og 120 kg N á hektara,
sem kölkunin gefur verulegan uppskeruauka. Raunar virðist
af þessu mega álykta, að ekki borgi sig að bera á nema 80-90
kg N (með 20 kg P) á hektara meðan ekki er bætt úr kalsíum-
ástandi jarðvegs. Með ráttri notkun á N og P gefa 6 tonn
af kalki á hektara að meðaltali 12,5 hkg/ha á ári þessi 10 ár,
sem tilraunin hefur staöið.
Veðurfar og uppskera. Áhrif veðurfars á grassprettu eru mjög
mikil. I kalárum getur orðið alger uppskerubrestur, en þó
grösin verði ekki fyrir kaldauða kemur fram mikill uppskeru-
munur milli góðra sprettuára og slæmra.
Sem dæmi um áhrif veðurfars á kalksvörun, skulu sýnd
dæmi úr tilraun nr. 147-64 á Hvanneyri með Kjarna, kalksalt-
pátur og Kjarna + kalk (2. mynd). Kalk var gefið með
Kjarnanum þannig, að þessir liðir fengu með fimm ára millibili
sama magn af kalsíum og var borið á x kalksaltpátri, fyrst
árið 1964 en sxðan aftur 1969. Við 120 kg N er því kalkað
til fimm ára í senn með 2,7 tonnum af kalki.
Af niðurstöðunum (1965-1974) virðist mega ráða, að
kalk með Kjarna hafi svipað notagildi og kalksaltpátur miðað
við sama magn af kalsíum. Á uppskerulínuritinu eru tekin
saman „slæm sprettuár" og „góð sprettuár", og meðaluppskera
reiknuð fyrir hvort tímabil. Eins og áður er lítill munur á
kalksaltpátri og Kjarna + kalki, og uppskeruferlið er áþekkt
fyrir góð og slsem ár, nema hvað uppskeran er rúmlega 3 0 hestb.
heys meiri í góðu sprettuári. Þá virðist aukning köfnunarefnis
úr 60 í 120 kg/ha gefa meiri vaxtarauka í slæmu sprettuári.
Uppskera eftir Kjarna án kalks liggur um 4 hkg neðar við alla
áburðarskammt í góðum árum, en uppskeruferlið annars áþekkt.
1 köldu ári er uppskeran eftir lægstu tvo skammtana aðeins
lítið eitt minni en eftir kalkáburð, en við aukningu umfram
120 kg N/ha virðist Kjarninn hafa neikvæð áhrif á uppskeruna.