Ráðunautafundur - 13.02.1978, Side 60
254
lífrænar flækjur af áli og járni lengi aö hlutleysast. Af
þessum orsökum reynist magniö, sem þarf til aö ná ákveðinni
pH-hækkun úti í jaröveginum,oft tvöfalt meira en kalktítrun á
rannsóknastofu gaf til kynna.
Kalki, sem dreift er á yfirborö gróins lands, gefur
mesta pH-hækkun efst, en áhrifin eru lengi aö berast niöur í
jarÖveginn. Þessi dreifingarmáti hefur því galla í byrjun.
Dregiö getur úr sprettu fyrsta sumarið, og sé jarðvegur mjög
súr, eru áhrif kölkunar lengi að ná til rótarsviðs jurtanna.
Æskilegt er því, aö blanda kalkinu í jaröveginn viö lokun
flags, ef talið er um verulegan kalkskort aö ræöa.
3. ÁLYKTANIR
Kalksvörun í gróðurtilraunum er oft misjöfn. Auk jarð-
vegsástands (pH, kalsíum, m.m) hefur framræsla lands, gróöur-
far, hlutföll áburðarefna og veðurfar mikil áhrif á svörunina.
Kölkun gefur aö líkindum mesta svörun í sáðsléttum með aðra
vaxtargerendur í góöu ástandi. Samfara kölkun þarf því aö
stuöla að bættri ræktun í sem flestum atriöum.
Sprettuauki, sem nemur 3 hkg heys/ha, mun aö líkindum
borga kölkun meö 4 tonnum af skeljakalki pr. ha á 7-8 ára
fresti. Auk þess eykur kalk ávallt kalsíum í grasi og gerir
það hollara fóöur.
Af jarðvegsefnagreiningum virðist sýrustig ásamt auð-
leystu kalsíum í jarövegi mælikvarði á, hvort kalka beri jarð-
veg. pHCCaCl^) 4,5(-5,0) og kalsíum minna en 5(-10) me/lOOg
jarðvegs gefa til kynna kalkskort í mýrlendi. Þessi mörk
kunna að breytast viö frekari rannsóknir og þá sennilega hækka.
Kalktítrun virðist nokkuö raunhæfur mælikvarði á
kalkþörfina (þ.e. kalkmagnið, sem gefur óskaða pH-hækkun),
a.m.k. viö blöndun kalksins í jarðveginn. Miðaö við 10 cm
lag af mýrarjarövegi (250 tonn af þurrum jarövegi) gefa 4 tonn
af hreinu kalki oft pH-hækkun, sem nemur einni einingu.
Þessi pH-hækkun er æskileg, ef pH(CaCl2) er um 4,5 fyrir
kölkun. Tilsvarandi ættu 2 tonn aö hækka pH úr 5,0 í 5,5. 1
jarðveg meö minni jónrýmd, t.d. sandjörö, ætti að þurfa minna
kalk.