Ráðunautafundur - 13.02.1978, Side 67
261
2. tafla. Upptaka köfnunarefnis og nýting N-áburðar í tilraun 200-66.
______________________Nýtingartölur._______________________
Nýting 140 kg N/ha miðað við
Uppt. N Meðalnýting 80 og 140 kg N/ha 80 kg N/ha
á 0 N-------------------------------------------------------------
reitum Kalkammon- Kalkammon-
Ar N kg/ha Kalksaltp. Kjarni saltpétur Kalksaltp. Kjami saltpétur
1967 9,1 0,927 0,847 0,853 0,851 0,867 0,806
1968 8,1 0,489 0,419 0,493 0,350 0,293 0,429
1969 10,3 0,677 0,597 0,660 0,770 0,625 0,578
1970 16,6 0,451 0,377 0,475 0,334 0,255 0,430
19711) (16,3) (0,556) (0,538) (0,445) (0,493) (0,221) (0,462)
1972 28,6 0,873 0,690 0,792 0,853 0,589 0,696
1973 51,5 0,992 0,739 0,811 0,674 0,793 0,919
Meðaltöl oe meðalfrávik 1967-1970, 1972', 1973
Y 0,735 0,612 0,681 0,639 0,570 0,643
SV 0,231 0,185 0,166 0,239 0,252 0,201
Sýndarnýting köfnunarefnis í kalksaltpétri hefur oftast
verið góð nema árið 1970, þegar verulegur hluti áburðarins
virðist hafa tapast. Hún er þó nokkuð breytilegri eftir árum
en ætla má að geti orðið vegna tilraunaskekkjunnar einnar.
Sýndarnýting köfnunarefnis í Kjarna er nokkuð lakari, en kalk-
ammonsaltpétur virðist hafa nýst næstum því til jafns við kalk-
saltpétur. Tiltölulega lítill munur er á meðalnýtingu 80-140
kg N/ha miðað við óáborið og á nýtingu aukins áburðar á bilinu
80-140 kg N/ha, bæði að meðaltali og í einstökum árum. Bendir
það til þess að fyrri áburðarnotkun hafi ekki mjög mikil áhrif
á hve mikið köfnunarefni er tiltækt annað en það; sem kemur með
áburðinum. Ef svo er ætti einnig sýndarnýtingin að gefa góða
vísbendingu um raunverulega nýtingu N-áburðar.
Það virðist vera nokkuð útbreidd skoðun; að N-áburður gefi
meiri uppskeruauka í góðu ári en lélegu. Ýmsir örðugleikar eru
á að túlka niðurstöðurnar með tilliti til þessarar kenningar,
en niðurstöður 91-60 benda þó fremur til minnkandi vaxtarsvörunar
við N-áburði í góðu árferði. N-nýtingin getur e.t.v. virst