Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 81
275
III. Bórhorgull.
Vitað er að rófur og næpur eru þurftarfrekar á bór og
margir bændur bera bór í akrana við ræktun fóðurrófu og
fóðurnæpu. Bórhörgull kemur fram sem vatnsglærir eða dökkir
blettir inni í rófunni, sem er bragðvond, en uppskerumagn
getur verið mikið og ytri einkenni engin. íiokkuð bar á bór-
hörgli í fóðurnæpum á Möðruvöllum sumarið 1977, enda þótt
vetrarrepja og sumarrepja döfnuðu all vel í sama landi.
IV. Molybdenhörgull.
Þessa hörgulkvilla verður mest vart hjá jurtum af kross-
blómaætt. Blöðin hvítna á milli æðastrengjanna, mest á blað-
jaðrinum og jaðarinn herpist saman og upp, þannig að blöðin
verða skeiðlaga. tlokkrar líkur eru á að þessi hörgulkvilli
sé all algengur hérlendis og skal nú gerð nokkur grein fyrir
athugunum er hann varða.
I fyrrgreindri tilra\xn á Tunguhálsi komu fram ljósir blettir
á blöðum vetrarrepjunnar samhliða maðkskemmdunum. Sama ár
(1974) var þetta enn greinilegra í tilraun 359-74 með saman-
burð á fóðurkálsstofnum á Hólum. Þar var landið vel framræst
mýri og virtist hörgullinn fylgja gömlum lækjardrögum, þar
sem nokkuð bar á möl og mýrarrauða. I tilrauninni má fá
nokkurn samanburð á uppskerumxin milli reitarhelminga, þar
sem annar helmingurinn var með skortseinkenni en hinn án
þessara einkenna. Virtist uppskeran hafa rýrnað allt að 36%
vegna hörgulsins, en vel má vera að raunveruleg rýrnum sé
enn meiri ef reitarhelmingur án hörguleinkenna hefur ekki
gefið fulla uppskeru.
Sumarið 1976 kemur þessi sami efnaskortur fram í tveimur
dreifðum tilraunum á Horðurlandi. A Langhúsum í Fljótum var
tilraun með steinefnaáburð á vetrarrepju (476-76) og á Búr-
felli í Miðfirði var tilraun með samanburð á grænfóðurtegundum
(421-76). Kom fram í þessum tilraunum að einungis jurtir af
krossblómaætt sýndu hörguleinkenni og voru þau óháð því hve
mikið var áborið af U, P og K. 1 báðum tilraunum voru gerðar
athuganir á því hver áhrif það hefði að úða plönturnar seint