Ráðunautafundur - 11.02.1980, Síða 14

Ráðunautafundur - 11.02.1980, Síða 14
6 RAÐUNAUTAFUNDUR 1980 LOFTÞgTTIR VOTHEYSTURNAR Magnús Sigsteinsson, Búnaðarfélagi Islands. Inngangur Með loftþéttum votheysturnum er hér átt við verksmiðju- framleidda turna úr húðuðum stálplötum. Op eru mjög fá og auð- velt að loka þeim algjörlega loftþétt. Grasið, sem sett er í þessa turna, er forþurrkað á velli þar til þurrefnisinnihaldið er orðið 40-50%. Það er síðan sax- að í mjög smáa búta og því blásið upp í turninn. Heyið fellur þétt saman og gerjast án tilkomu súrefnis. Hey, sem verkað er á þennan hátt nefnist á ensku „haylage", en það orð er samsett úr „hay" = þurrhey og „silage" = vothey. Heyið er losað úr turninum með sjálfvirkum losunarbúnaði, sem er annað hvort í botni turnsins og tætir neðan af heygtæð- unni, eða ofan á henni og heyinu er þá blásið út úr turninum. Astæðan fyrir því að þessi heyverkunaraðferð er tekin á dagskrá hér er sú, að á s.l. sumri voru tveir fyrstu turnarnir af þessari gerð reistir hér á landi. Hér er um að ræða Howard Harvestore turna með tilheyrandi búnaði til fyllingar og tæm- ingar. Báðir eru í Borgarfirði, annar á Kirkjubóli í Innri- Akraneshreppi, hinn á Svarfhóli í Strandarhreppi. Innflytjandi turnanna var Glóbus h/f, en uppsetningu önnuðust menn frá fram- leiðanda þeirra í Bretlandi. Viðkomandi bændur heyjuðu mestan hluta heyfengs síns í turnana s.l. sumar. Turnarnir eru 6 m í þvermál, annar er um q 21.'8 m hár, hinn um 24,6 m. Nýtanlegt rúmmál er 559 m og 637 3 * m samkvæmt upplýsingum framleiðanda. Stutt lýsing á Harvestore turnum Framleiðsla þeirra hófst í Bandaríkjunum árið 1948. Síðan hafa þeir náð mikilli útbreiðslu í Norður-Ameríku, Bretlandi og víðar. A Norðurlöndunum eru þeir nokkuð algengir í Danmörku og

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.