Ráðunautafundur - 11.02.1980, Qupperneq 15

Ráðunautafundur - 11.02.1980, Qupperneq 15
7 Svíþjóð og fyrir örfáum árum voru fyrstu turnarnir reistir í Noregi. Harvestore-turnarnir eru gerðir úr glerhúðuðum málmplötum, sem eru skrúfaðar saman með galvanhúðuðum boltum. Á plötusam- skeitum er sérstakt þéttiefni. Turnarnir eru reistir á stein- steyptum grunni, og virðist festing þeirra öflug. I miðju þakinu er innblástursop. Neðan í þakinu hangir öndunarpoki eða „lunga" sem gegnir því hlutverki að jafna loft- þrýsting í turninum. Lungað er tengt við ventil á þakinu. Þegar loftið inni £ turninum hitnar og þenst úr, opnast vent- illinn og loft streymir út úr lunganu. Það gagnstæða gerist þegar loftið inni í turninum kólnar aftur. 1 botni turnsins er losunartæki, keðja með hnífum á armi, sem gengur í hring undir heystæðunni og færir heyið inn að miðju að færibandi, sem flytur það út úr turninum. Jafnóðum og tekið er af heystæðunni á hún að síga jafnt niður. Forsenda þess er að heyið, sem sett er £ turninn, innihaldi a.m.k. 40 og helst 50% þurrefni og sé smátt saxað. Losunartækið er drifið með 7,5 hö rafmótor. Hægt er að útbúa á það tengingu fyrir drifskaft frá dráttarvél. Kostir og ókostir botnlosara Erlendis er kostur turna með botnlosunartæki einkum talinn sá, að hægt er að fóðra stöðugt úr turninum, einnig meðan á hirðingu £ hann stendur, ef skepnum er gefið inni allt árið. Hins vegar er botnlosunartæki yfirleitt afkastaminna heldur en losunartæki, sem vinnur ofan á heystæðunni, það gerir kröfur til hærra þurrefnisinnihalds £ heyinu og erfiðara er að fást við bilanir, þar sem tafsamt getur verið að ná tækinu út ef það bilar £ vinnslu. Til eru ýmsar gerðir losunartækja, sem taka ofan af hey- stæðunni og færa heyið að blásara, sem blæs þv£ út úr turninum. Tæki þessi eru misjafnlega sterkbyggð og gera mismiklar kröfur til þurrefnisinnihalds heysins og söxunar. Vegna blásarans eru þau orkufrekari heldur en botnlosunartæki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ráðunautafundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.