Ráðunautafundur - 11.02.1980, Page 31

Ráðunautafundur - 11.02.1980, Page 31
23 2. FORATHUGUN I janúar '79 athugaði undirritaði afar gróft kostnaðar- hlutföll og arðsemi slíkrar nýtingar innlendrar orku. Miðað var við þáverandi verðlag á svartolíu, þ.e. 41,81 kr/kg (sjá hjálagt línurit yfir svartolíuverðsþróun). Miðað var einnig við þáverandi hugmyndir um mjög háan, líklegan aukakostnað við breytingu verksmiðjanna og kostnað við tengingu þeirra við orkukerfi. Sýndist aðgerðin við þá athugun lítt arðvænleg í byrjun. Fullljóst sýndist við þessa frum athugun að eins og orku- verðiAm þessara fyrrnefndu þriggja orkugjafa væri háttað, í jan.'79, þá yrði svartolían ekki leyst af hólmi nema með af- brigðilega ódýrri orku, þ.e. umfram orku frá flutninganeti, sem fyrir hendi væri annara hluta vegna, eða með einstaklega vel heþþnuðum borholm í næsta nágrenni verksmiðjunnar. 3. OLÍUHÆKKUN ERLENDIS/BREYTT VIÐHORF Síðan þetta var grófathugað hefur sú breyting orðið á að svartolían hefur hækkað feiknalega í verði erlendis, þ.e. úr 84,50 $/tonn fob hinn 2.1.'79 í 142 l/tonn hinn 22.6.'79 og síðar allt uþþ í 178 $/tonn hinn 4.1. '80. Hinn 20.12.'79 hækkaði verðið til graskögglaverksmiðjanna í 108.525 kr/tonn, sem er 160% hækkun á 12 mánuðum! Ekki má gleyma mögulegri lækk- un við fráhvarf frá Rotterdam skráningu, en það verður aðeins skin milli skúra. 4. ORKUVERÐSÞROUN innanlands Eins og allir vita hefur viðhorf til olíusþarnaðar og nýtingar innlendrar orku þannig gjörbreytzt á þessum síðustu mánuðum. Illu heilli virðist óþægilega náin fylgni hafa verið, fram til þessa, milli kostnaðar við öflun innlendrar orku og olíuverðs hækkana erlendis, samanber hjálögð línurit. Frá 1.1.'75 til 1.8.'79 hefur rafmagnsverð landsvirkj- unar hækkað um 262,6%. Þannig hefur aflgjald Landsvirkjunar hækkað úr 4.868 kr/á árskw í 17.653 kr á érskw.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.