Ráðunautafundur - 11.02.1980, Page 60

Ráðunautafundur - 11.02.1980, Page 60
52 L. Ólafsson, 1972), en miðað við að gefa hey (1.85 kg/ffe) dugðu grasköggl- arnir einir sér ekki til að viðhalda nyt af 4% mælimjólk mikið yfir 20 kg til lengdar. Liklegt er að hægt sé að viðhalda hærri nyt með besta heyi og takmarka magn þess nokkuð grsköggluman í vil, og enn frekar með fitu- blöndun (Gunnar Sigurðsson, 1976). Seint verður þó að líkindum komist alveg hjá einhverju kolvetnafóðri þegar nýta skal að fullu afkastagetu kúnna. í erlendum tilraunum kemur reyndar fram að komfóður með graskögglum eykur á orkugildi hins síðarnefnda (Taylor og Aston, 1976) auk þess sem prótein graskögglanna getur nýst til aukinnar mjólkurmyndunnar (Castle og Watson, 1975). Þá er athyglisvert að átgeta á votheyi minnkar minna fyrir hverja þungaeiningu í graskögglum en kornfóðri, sem talið er orsakast meðal annars af lélegri meltingu á sellulósa votheysins þegar kornfóöur á í hlut. (Taylor og Aston, 1976 og Archibald o.fl., 1975). Skýringin á hagstæðum áhrifum grasköggla á átgetu votheys gæti og verið hin sama og ástæðan fyir meiri átgetu á votheyi forþurrkuðu en þegar hirt er beint af ljáinum, en ástæða er enn ófundin af því er undirritaöir best vita. Margt fleira mætti ræða í þessum kafla, svo sem gildi gras- köggla um það leyti sem kýr byrja beit á vorin eða ljúka henni á haustin. Til þess að skilja ekki svo við, að grasköggla með beit verði að engu getið, skal geta tilraunar frá írlandi (Gordon, 1975). Hámjólka kúm var gefin 5 kg af fóðurblöndu sem innihélt 0.50 og 100% grasköggla með ótak- markaðri beit án þess að nokkur munur í mjólkurmagni eða gæðum kæmi fram. Ýmsar formúlur hafa veriö settar fram til þess að spá fyrir um át- getu þurrefnis í kg á dag (I) miðað við þætti, eins og 4% m/m á dag (M), líkamsþunga í kg. (W), líkamsþungabreytingar ( W), % kjarnfóður (C) og fleira. Fara hér á eftir tvær formúlur af sjö, sem settar eru fram í nýrri bók um fóðrun hámjólka kúa (Bines, 1979) . Hin fyrri eftir Mc Cullough, er þannig: I = 0.36 M + 0.008 W + 4.7 W + (-0.028) C + 5.4. Kýmar i tilr. 2 og 3 hjá Braga L. Ólafssyni (1978) torguöu alls 15 kg (14.3 - 15.4) af þurrefni að meöaltali þegar graskögglar eða kjarnfóður voru notuð sem fóðurbætir með heyi (1.77 kg. ffe.) eftir átgetú. Gerðist þetta í 6. (5-7) viku eftir burð, en þá mjólkuðu kýrnar u.þ.b. 22 lítra og léttust um u.þ.b. 0.25 kg. að meðaltali á dag yfir tilraunaskeiðið. Gras- kögglar og kjarnfóður voru ca 38% af heildarfóöri og voru kýmar um 430 kg þungar. Meö því að setja þessar tölur í formúluna fást 14.58 kg. af þurr- efni á dag, sem er innan þeirra marka sem Bragi fékk.' (14.3 - 15.4)

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.