Svava - 01.02.1900, Blaðsíða 4
336
SVAVA
[ IV, 8.
Aatralíu raeð undi'averðum duguaði í nærfelt hálft
annað ár, og’ á Nýju Guineu og Moluskunum, sneri
hann heim aftur vorið 1893. Hinn vísindalegi arang-
ur af ferð þessari var birtur í ritinu: ,,Zoologische
Forschungsreisen in Anstralien und dem Malayischen
Árchipel“, sem kom út í mörgun heftum . Þess má
g'eta um lcið, að safn Semon í Jena er hið bezta af
þeirri tegund sem til er í heimi, og- það er ekki langt
síðan að Ástraliskur dýrafræðingur kom þangað til að
kynnast dýrariki áttbaga sinna.
. Fram úr skarandi skemtilegur og fróðlegur er sá
hluti af riti Semons, som hljóðar um úrangurinn af
rannsÓknum hans á manneðlisfræði.
Ástralíusvertingjarnir eru nú í líku ásigkomulagi
hvað lífsháttu snertir, eins og Norðurálfubúar voiu á
steinöidinui. Enda þótt laud þeirra sé málmauðugt,
cinkum af gulli og kopar, draga þoir engin not af
því og þekkja ekki málm, að undanteknum stálhnífum
þeirn og’ vopnum, sem þeir hafa lcomist yfir hjá
hvítum nýbyggjurum. Öll vopn og áhöld, sem þeir
hafa sjálfir búið til, eru úr steini, beini, skel, tré,
6-inum o. s. frv. Eins er ástatt með Papúa á Nýju
Guiueu, enda þóit þeir séu lengra á veg komnir í
siðiiienning'u,? og heyii til yngra tímabili í framför