Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 8

Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 8
104 málsvári Bretaveldis, tíl að taka þátt í ráðstefnu stár- veldanna viðvíkjandi ágreiningsniálum þessara landa, og jafna þau ef hægt væri. Hinn herðibreiði, gildvaxni Englendingur, vakti þá milda athygli á ráðstefnunni, og var í tölu leiðtoga þingsins. Eins og kunnugt er, þá vildi Tyrkjasoldán ekki fara að ráðum stórveldanna í það sinn. Eu áður en Salisbury lávarður liélt heimleið- is, sagði hann Soldáni skírt og skorinort, hverjar verða mundu afleiðingarnar af mótþróa hans. Og mun liann síðar hafa séð það, þegar Tyrk-Rússneska stríðið braust út, að Salisbury hafði rétt að mæla. Árið eft.ir, 1878, var Salisbury utanríkisráðherra. I>á mætti hann og Beaeonsfield lávarður á friðarþinginu í Berlín, til að jafna málum milii Eússa og Tyrkja. Á því þingi kvað vitaskuld mest að þeiin Bismarek og Beaconsfield, en vitanlega var mikið tillit tekið tii þess, sem Salisbury hafði að segja, bæði fyrir það, að hann var mikill stjórnmálamaður og svo málsvari Jóns Bola. Þegar Beaconsfield lávarður dó árið 1881, duldist engum, hver verða mundi foringi íhaldsflokksins. Það var enginn vafi á því, að Salisbury væri eini maðurinn, sem færastur væri til að verða eftirmaðnr Beaeonsfields. Og þegar Gladstone árið 1885, leið skipbrot með Home

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.