Svava - 01.10.1903, Page 25

Svava - 01.10.1903, Page 25
121 TíU'ahúmavar eru mikið gefnir fyrir leikfimis-íþrúttir ogiðka þæi' töluvert. Sérstaklega þreyta þeir oft kapp- hlaup, og mundi enginn þjóðflokkur geta jafnast við þú, í því tilliti. Ekki hvað flýtir snertir, heldur út- hald. Þeim er auðvelt að hlaupa frá hádegi til sólar- uppkomu næsta dags, án þess að hvíla sig nokkura stund, og hafa farið á þeim tíma 175 mílur. Þeir fara aldrei geist, en hlaupa við fót og linna aldrei ásprettinum, þar til þeir hafa náð takmarki sínu. Tilhneiging þessi er svo sterk hjá þjóðflokk þessum,að þeir nefna sig Ealamerí á sínu máli. sem þýðir „hlauparar”. Þegar þreytt er kapphlaup, er þeim, sem taka þátt í loiknum, skift í tvo jafna flokka, er þreytir hvor við annan. Hvor maður hefir leiksopp, sem búinn er til úr tré, og hendir hann honum á undan sér. Leik- soppurinn er sleginn áfram með fætinum, en ekki má snorta lrann með hendinni. Til þess að leikið sé af kappi, er veðjað um ýmsa muni, svo sem: ullarvoðir, boga, örvar, mittishelti, handhnykla, o. s. frv. Allir þessir munir eru iátnir á einn stað áður en lejkurinn hefst, og síðan á eftir útbýtt á meðal vinnendanna. Aðalsigurvegarinn fær þó engin verðlaun, nema heiður- inn að hafa borið ægishjálm yfir alla. Það vill oft til, að menn veðja um húsdýr við leiki þessi, svo sem: i

x

Svava

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.