Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 26

Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 26
122 nautgiipi, kindur og geitfé — í einu orði sagt, öllu, bæði stóru, og snutu, sem Tarahúmarar eiga í eigu sinni. En aldrei á það sér stað, að konur eða stúllcur sé hafðar fyrir veðfé í kappleikum þessum. Meðal alla Indíána- ættflokka í Mexikó, ern þær álitnar vera frjálsar og ó- háðar. Meðal allra Indíána-kyuflokka í Mexikó, er sú trú ríkjandi, að sálin sé ódauðleg; en þeir eru hálf-hræddir við þá dauðu, sem þeir segja, að finnist svo einmanalegt í heimi andanna; og vilji þess vegna ná hinu lifenda ættfólki sínu tiL sín. Andar þeirra sveimi því stöðugt á meðal þeirra og sé orsök í meinserodum þeirra og dauða. Sömuleiðis er það trú þeirra, að hinir framliðnu sjá ofsjónum vfir öllum munum, sem hinir lifendu hafa tekið að erfðum. Þess vegna halda hinir eftirlifandi liátíðir, til að friða og sefa hina látnu; einkarlega á fyrsta áriuu eftir að einhver af ættingjum þeirra hefir látist. A hátíðum þessum fórna þeir hinum látna alls konar munum og áhöldum, sem þeir álíta að hann þurfi á að haldaí lieimi andanna. Að því búna fæla þeir anda liins framliðna frá sér — sem þeir álíta að sé nálægur — ineð ræðuhöldum og með því, að henda ösku í allar ár,t- ir; lýsandi því yfir, að þeir sé ófúsir að gera meir fyrir hann. Yanalegaeru þessar hátíðir þrjár hjá Tarahúmör- um, ef hiun látni hefir verið karlmaður; en tjórar, ef hann hefir verið kvenmaður. Þeir álíta, að það taki leugri tíma að reka anda þeirra á brott, því þær sé ekki í lif- enda lífi eins fráar á fæti. (Niðurl. næst).

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.