Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 50

Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 50
146 ir hans situst bævast, en orðin hevrðust ekki. Síðan reis liann á fætur og gokk út úr salnum. Sir AVilliam var ómögulegt að fylgja honura eftir. Hann var sjálfur yfirhugaður af gedshræringura og hugs- unum sínum. Þegar hann loks ætlaði að rísa á fætur og vitja um Alfred, var hurðinni hrundið upp og dóttir hans kom inn. ‘Hvar er Alfred 1' spurði hún. ‘Hann er ný genginn út, barn mitt'. ‘Hvað sagðir þú honura t Þú hefir ekki verið eins harður við hann sem migf — Þú hefir sagt honum, að hann mætti dvelja hjá mér oggera mér lffið ánægjulegt. — Að eg mætti verða hans — hans eigin Ella að eilífu. — Þú hefir gert það — gerðirðu það ekki, pabbii' Gantli maðurinn hné máttvana niður í sæti sitt aftur, fvrir þessari nýju árás, sem nú var gerð á hann. Þuð leið langur tími þar til hann gœti svarað. En að síðustu hvíslaði hann við eyra Ellu, sömu sögunni, er haun hafði sagt Alfred, og svivirðing þeirrri, er hvíldi yfir ætt hans.

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.