Svava - 01.11.1903, Page 10

Svava - 01.11.1903, Page 10
15G á jövð sinni og beitti uxum sínum fyrir plóginn. Fekk hann plægt 18 ekrur þetta vor. Pióginn hafði hann komið með frá Nýja-Islandi. Smiðja var ekki nær en í Milford-bæ, í 20 n-.ílna fjarlægð, svo ekki var hægt að fá plóginn dengdan nema með því móti að feiðast þá löngu leið. En þegar í Nýja-Islandi var plógurinn sljór orðinn af því að glíma við grjót og stofna. Þeg- ar vistir voru upp skropnar, fór hann með uxann og korruna til Miiford og þrjá dalina í vasanum til að kaupa fyrir. En þá var þar ekkert mjöl að fá og var honum vísað til bónda eius, or það kyuni að hafa. Hjá honum fekk hann 50 pund mjöls fyrir $2.50. Samt sem áður leið hann og fólk hans aldrei hungur, enda átti hann þrjár kýr, sem nú voru að buiði komnar. Um sumarið voru heyföng- íslenzku frumbýlinganna mikil og góð, og gátu þeir hjálpað öðrum nýkomnum nágrönnum um töluvert af heyi og fengu fyrir það nokkura borgun; og uro veturinn tóku þeir gripi allmarga í fóður. Uin haustið fekk Skafti dregið svo við úr skógi, að hann bvgði skýli yfir 25 gripi, er hann liafði á fóðrum yfir vetur- inn. Næsta vetur bættust nokkurar fjölskyldur íslenzk- ar við nýbyggjnhópinn, svo sem Árni Sveinsson, Þórð- ur Þorsteinsson, Kristján Árnason og Jón Magnússou. Þá var landið nokkurn veginn alveg veglaust, svo

x

Svava

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.