Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Side 8
8 Fréttir Vikublað 8.–10. mars 2016
Með lands-
mönnum
í 48 árKringla
n
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
4.–10. mars
ViKu-Veisla
4 stórir og 4
minni bitar.
Gildir ekki með
öðrum tilboðum.
Verð aðeins 3.295
Stigahlíð 45-47 / Sími 553-8890
8 bitar
franskar
& 2l Pepsi
„Getur
verið
hættu-
legt“
Dæmi eru um að stúlkur flosni upp úr skóla og
upplifi þunglyndi í kjölfar druslustimplunar
V
ið erum alltaf að dæma kon-
ur fyrir að standast kröfur
um að vera sætar og kyn-
þokkafullar. Krafan í sam-
félaginu er einmitt sú, að
þú átt að vera falleg, en þú þarft að
gera það á réttan hátt, þú mátt ekki
fara yfir þessa fínu línu sem erfitt er
að átta sig á sem unglingur. Það má
aldrei komast upp um það að þú
hafir í raun fyrir því heldur á það að
virðast átakalaust, þú bara vaknaðir
svona, sem er auðvitað aldrei raunin.
Stelpur vakna ekki með gerviaugna-
hár,“ segir Karen Dögg Bryndísar- og
Karlsdóttir, sem á dögunum hélt fyrir-
lestur; Druslustimplun og druslu-
skömm. Karen Dögg skrifaði meist-
araritgerð sína um viðfangsefnið í
meistaranámi í kennslufræðum fyr-
ir framhaldsskólanema. Rannsókn
hennar byggir meðal annars á við-
tölum við nemendur og kennara í
framhaldsskólum, þar á meðal ungar
stúlkur sem hafa lent í því að fá á sig
stimpilinn „drusla“ fyrir að þykja of
kynferðislegar.
Drusluskömm er hugtak sem
er notað þegar þegar stúlku er gert
að skammast sín fyrir sig sem kyn-
veru og hún talin of kynferðisleg.
Þær eru þá stimplaðar druslur fyrir
kynferðis legar athafnir sínar. Talið er
að þær sofi hjá of mörgum eða hegði
sér ekki í samræmi við væntingar er
varða kyn þeirra.
Karen Dögg segir að druslustimpl-
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Þetta
er ein
tegund af
einelti
Þurfum að breyta tungutakinu
Karen Dögg segir mikilvægt að
breyta orðræðunni. MyndIR ÞoRMaR VIgnIR