Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Page 14
Vikublað 8.–10. mars 2016 Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAM- LEGA 14 Fréttir Erlent „Ég hafði tapað allri von“ T umusiime Henry var 15 ára, árið 2009, þegar hann var sak­ aður um morð í fyrsta sinn. Á meðan hann var í gæsluvarð­ haldi og beið dóms var hann aftur sakaður um morð. „Í Úganda handtaka þeir fyrst, svo rannsaka þeir,“ segir Henry í viðtali við BBC. Fjölskylda hans var öll grunuð um morð á manni sem stal öllum þeirra sparnaði. Vegna þess voru bróðir hans og faðir í fangelsi í langan tíma – saklausir. Sveik þau Fjölskylda Henry bjó á bóndabæ og hafði fólk í vinnu. Þau höfðu lítið upp úr krafsinu og til að drýgja tekjurnar límdu þau saman umslög og seldu og móðir Henrys bakaði hveitikökur sem hún seldi til veitingastaða. Það sem þau áttu aukreitis var sett undir dýnuna í hjónarúminu og peninginn notuðu þau til að hjálpa Henry og bróður hans, Joseph, að mennta sig. Þau vonuðu að Henry gæti kannski farið í háskóla. Maðurinn, Imanriho, sem stal frá þeim hafði unnið hjá þeim í ára­ raðir, hann var einn af fjölskyldunni. Nokkru eftir að hann lét sig hverfa af bóndabænum sást til hans í nærliggj­ andi bæ. Hersing réðst að honum með ofbeldi. Henry frétti af slags­ málunum, en var í skólanum og skólastjórinn kom í veg fyrir að börn­ in færu út. Skólastjórinn óttaðist um þau og dyr skólans voru læstar frá morgni til kvölds. Faðir Henrys kom að slagsmálun­ um og biðlaði til fólksins að hætta, maðurinn var honum kær þótt hann hefði brotið af sér. Lýðurinn var gjör­ samlega stjórnlaus. En það var of seint og maðurinn lést. Hersingin lét sig hverfa og faðir Henrys ákvað að grafa hann við bóndabæinn. Það var þá sem fjölskyldan var grunuð um morð. Handteknir Feðgarnir og bróðir Henrys, Joseph, 13 ára gamall, voru handteknir. Bræð­ urnir voru fyrst í fangelsi fyrir full­ orðna en voru svo settir í unglinga­ fangelsi. Þeir voru aðskildir innan veggja fangelsisins, neyddir til að vera fáklæddir og voru undir ægivaldi fanga sem var sagður „forsætisráð­ herra“ fanganna. Þeir voru þar að auki látnir vinna þrælkunarvinnu og voru sveltir ef þeir stóðu sig ekki samkvæmt fyrirskipun forstöðukonu fangelsisins. Þeir sættu einnig líkamlegum refsing­ um. Eftir smá tíma var Henry gerður að forsætisráðherra. Þá fyrst fékk hann að vera með bróður sínum. Neyddur til að taka þátt En svo breyttist allt aftur. Þegar astma­ veikur fangi kom í fangelsið, piltur sem kallaður var Innocent og hafði verið beittur harðræði í varðhaldi lögreglunnar, neyddi forstöðukonan Tumusiime til þess að beita hann miklu ofbeldi, annars fengi hann ekki að vera forsætisráðherra lengur og myndi missa öll þau forréttindi sem fylgdu því í fangelsinu. Aðrir fangar og fangaverðir voru neyddir til að meiða hann. Innocent var beittur miklu harðræði og á endanum varð hann svo veikur að það þurfti að flytja hann á sjúkrahús. Henry fékk það hlutverk. Þegar hann fór að sækja Innocent í klefann sinn áttaði Henry sig á því að hann var látinn. Forstöðukonan sagð­ ist standa með Henry, en þegar lög­ reglan kom til að handtaka hana var Henry einnig handtekinn. Átján mánuðum eftir fyrstu handtökuna hafði hann því aftur verið ákærður fyrir morð. „Ég sagði mömmu að koma ekki og heimsækja mig. Ég hafði tapað allri von um að losna úr fangelsinu,“ segir hann. Smá von Það var svo í janúar árið 2010 sem laganemar og kennarar frá Pepper­ dine­háskólanum í Kaliforníu komu til Úganda. Einn þeirra, Jim Gash, var prófessor í lögfræði við skólann. Skólinn hafði átt í miklu samstarfi við dómsmálaráðuneyti Úganda og hafði þjálfað lögfræðinga og sent nemendur til landsins til að vera sjálfboðaliðar á milli anna í skólanum. Gash var að koma til Úganda í fyrsta sinn. Þegar hann heimsótti fangelsið þar sem Henry og bróð­ ir hans voru vistaðir fékk hann áfall. Fangarnir höfðust við í litlu herbergi, sváfu á gólfinu og það var hvorki raf­ magn né rennandi vatn. „Þegar ég gekk inn fékk ég áfall,“ segir Gash við BBC. Hann ákvað strax að reyna að að­ stoða fangana, koma málum þeirra á hreyfingu svo hægt væri að útkljá þau fyrir dómstólum. En hann þurfti einhvern sem gat túlkað fyrir hann. Í ljós kom að Tumusiime­bræðurnir voru báðir enskumælandi, þeir einu í fangelsinu. Þeir voru fengnir í verk­ efnið. Gash segist hafa áttað sig á því að Henry var mjög klár. Hann aðstoð­ aði hann við að vinna sig í gengum málafjöldann og loksins kom röðin að Henry sjálfum. Gash var hálfhræddur við hann, enda var Henry ákærður fyrir tvö morð. Þegar Gash ræddi við Henry fóru samstarfsmenn hans n Bandarískur lögmaður bjargaði Tumusiime Henry n Saklaus í fangelsi n Neyddur til að beita ofbeldi Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Læknisfræði Henry lét draum sinn rætast og er í læknisfræði. MyNd SkjÁSkot BBC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.