Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Síða 25
Vikublað 8.–10. mars 2016 Sport 17 Eina sápan sem þú þarft fyrir alla fjölskylduna og heimilið dr. bronner’s: Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. SigurlauS l andsliðsmaðurinn knái, Emil Hallfreðsson, hefur ekki átt góðu gengi að fagna á yfirstand- andi leiktíð en hann er eini Ís- lendingurinn sem leikur í efstu deild á Ítalíu, Seria A. Það sem af er keppnistímabilinu hefur hann leikið 22 leiki alls fyrir sín lið; Udinese og Verona á Ítalíu, auk heimaleiksins með landsliðinu gegn Lettlandi í október. Ef frá er talinn naumur bikarsigur Ver- ona gegn Pavia, liði í þriðju efstu deild á Ítalíu, hefur Emil ekki unnið leik á leiktíðinni, hvorki í búningi Verona né Udinese. Eina markið í umræddum bikarleik kom á 90 mínútu. Ekki í hópnum um helgina Emil gekk í raðir Udinese undir lok félagaskiptagluggans í febrúar en hann hafði leikið við góðan orðstír í búningi Verona frá árinu 2010. Ver- ona hefur aðeins unnið tvo deildar- leiki á leiktíðinni, báða í febrúar, eftir að Emil hafði yfirgefið félagið. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Udinese síðan Emil færði sig yfir. Liðið hefur gert jafntefli við Empoli og Milan en tapað fyrir Bologna og Genoa. Liðið vann reyndar deildar- leik gegn gömlu félögum Emils í Verona um helgina. Emil spilaði þann leik ekki vegna leikbanns. Verður líklega á EM Emil verður vafalítið í landsliðshóp Íslands á EM í Frakklandi, enda spil- aði hann sjö leiki af tíu í undankeppn- inni. Enginn efast um hæfileika Emil en hann er einn þriggja Íslendinga sem leika í einni af allra sterkustu deildarkeppnum Evrópu. Hinir eru Alfreð Finnbogason í Bundesligunni og Gylfi Þór Sigurðsson í ensku úrvalsdeildinni. Vonandi kemst Udinese fljótlega á sigurbraut því ís- lenska landsliðið þarf á því að halda í sumar að leikmenn verði fullir sjálfs- trausts. n Emil Hallfreðsson hefur aðeins einu sinni verið í sigurliði á leiktíðinni, þá í bikar Leikir Emils - á yfirstandandi leiktíð Verona 1-1 Roma Genoa 2-0 Verona Verona 1-2 Lazio Chievo 1-1 Verona Iceland 2-2 Latvia Verona 1-1 Udinese Sampdoria 4-1 Verona Carpi 0-0 Verona Verona 0-2 Bologna Verona 0-2 Napoli Frosinone C 3-2 Verona Verona 1-0 Pavia (bikar) Verona 0-1 Empoli Napoli 3-0 Verona (bikar) Verona 1-1 Sassuolo Juventus 3-0 Verona Verona 0-1 Palermo Roma 1-1 Verona Verona 1-1 Genoa Empoli 1-1 Udinese Udinese 0-1 Bologna Genoa 2-1 Udinese Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Skipti um lið Emil lék lengst af með botnliði Verona, en leikur nú hjá Udinese. Mynd EPA í deild Síðan í maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.