Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2016, Side 38
30 Fólk Vikublað 8.–10. mars 2016
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Hringdu í síma 581 3730
Nánari upplýsingar á jsb.is
E
F
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s k
h
ön
nu
n
Vetrarkortið
Leggðu rækt við þig
og lifðu góðu lífi!
Velkomin í okkar hóp!
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga,
um helgar og á hátíðisdögum
Kaffi Duus • Duusgata 10 • 230 Keflavík • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá k l. 10:30 - 23:00 alla daga
Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð
Með blóðkrabba-
mein Michael C. Hall, betur þekktur
sem fjöldamorðinginn Dexter í samnefnd-
um sjónvarpsþáttum, barðist um tíma við
sjúkdóminn Hodgkin's Lymphoma, sem er
ákveðin tegund blóðkrabbameins. Árið
2010 fékk hann hins vegar grænt ljós á að
hann væri laus við sjúkdóminn.
Allir geta fengið krabbamein
n Þau hafa sigrast á sjúkdómnum n Sumir hafa greinst oftar en einu sinni
K
rabbamein fer ekki í
manngreinarálit og talið
er að þriðji hver einstak-
lingur fái krabbamein ein-
hvern tíma á lífsleiðinni.
Fræga fólkið er þar ekki undan-
skilið. Með miklum framförum
í læknavísindum eru hins tölu-
verðar líkur á því að fólk sigrist á
krabbameini, greinist það nógu
snemma. Fjöldi frægs fólks er í
þeim hópi sem greinst hefur með
krabbamein og sigrast á því. Þeir
sem hér eru taldir upp hafa flestir
verið lausir við meinið í nokkuð
langan tíma og því litlar líkur á að
það taki sig upp aftur. n
Krabbi í
blöðruháls-
kirtli Robert De
Niro sendi frá sér
tilkynningu árið 2003
þess efnis að hann
hefði greinst með
krabbamein í
blöðruhálskirtli. Það er
sami sjúkdómur og
faðir hans lést úr.
Baráttan hjá De Niro
gekk blessunarlega
betur því ári eftir að
hann greindist sendi
hann frá sér aðra
tilkynningu um að væri
hann væri laus við
meinið. Og það hefur
ekki tekið sig upp aftur.
Fræðir um skaðsemi sólar Hugh Jackman
hefur nokkrum sinnum fengið húðkrabbamein á mismunandi stöðum.
Hann er sem betur fer laus við krabbamein um þessar mundir en eyðir
drjúgum tíma í að fræða aðra um skaðsemi þess að vera of mikið í sólinni.
Vann
allan tím-
ann Fyrrverandi
Sex and the
City-stjarnan Cynthia
Nixon barðist við
brjóstakrabbamein
fyrir nokkrum árum og
hafði betur. Meinið
uppgötvaðist
snemma og Nixon
krafðist þess að fá að
vinna allan tímann
sem hún var í
meðferðinni. Hún
virðist hafa náð að
losa sig alveg við
sjúkdóminn því hann
hefur ekki tekið sig
upp aftur.
Mikil barátta árið
2008 John McCain öldungadeildar-
þingmaður á langa sögu um húðkrabba-
mein sem virðist reglulega blossa upp. Hann
greindist fyrst árið 1993 en nýjasta tilfellið
kom upp árið 2008 og háði hann baráttu við
krabbamein á sama tíma og hann barðist
við Barack Obama um forsetastól
Bandaríkjanna, sem forsetaefni repúblik-
ana. Hann sigraði í mikilvægari baráttunni.
Krabbi í hálsi Dustin
Hoffman fékk krabbamein í háls fyrir
nokkrum árum, en hann læknaðist af meininu
árið 2013 og hefur verið laus við það síðan.
Fann ljótan blett Þrátt
fyrir ungan aldur hefur raunveruleika-
stjarnan Khloe Kardashian greinst með húð-
krabbamein oftar en einu sinni. Hún var
aðeins 19 ára þegar hún fann fæðingarblett
á líkama sínum sem var skrýtinn á litinn og
reyndist vera húðkrabbamein. Nokkrum
árum síðar fann hún annan ljótan blett og
þurfti að gangast undir aðra meðferð,
vegna krabbameins. Nú eru nokkur ár síðan
hún greindist síðast svo hugsanlega hefur
hún unnið bug á húðkrabbameininu fyrir
fullt og allt.
HPV-veiran sökudólgur Michael
Douglas var ansi opinskár þegar hann tilkynnti það fyrir nokkrum
árum að hann hefði greinst með krabbamein í hálsi. Hann lét þær
upplýsingar nefnilega ekki duga heldur greindi hann einnig frá
því að krabbameinið hefði orsakast af HPV-veirunni sem
sýkir húð og slímhúð á kynfærum, en getur einnig smitast
í munn og kok. Það má því ætla að hann hafi fengið
veiruna frá rekkjunautum sínum, jafnvel eiginkonunni.
En Douglas sigraðist sem betur fer á þessu meini.