Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Qupperneq 13
Umræða Stjórnmál 13Vikublað 12.–14. apríl 2016 Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða Tilboð apríl mánaðar – Green Peel meðferðir á 20% afslætti Hin upphaflega jurta húðendurnýjun – Árangur um allan heim í yfir 50 ár Green peel getur unnið gegn óhreinni húð, stækkun svitahola, ótímabærri öldrun húðar, hrukkum, örum, húðsliti, appelsínuhúð, minnkandi sveigjanleiki húðar, sliti á maga, lærum, baki og fleiri stöðum. 3 TeGundir af meðferðum Classic: Húðendurnýjun á 5 dögum energy: Sjáanlegur stinnleiki húðar fresh up: Fljótleg fegrun Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Neikvæðnin bundin við fréttir af Sigmundi Davíð n Erlend umfjöllun ólíkleg til að hafa áhrif til langframa n Stjórnvöld greina áhrifin hátt, að um væri að ræða lýðræðislegt heilbrigðismerki, þegar mótmælt var og þegar Sigmundur Davíð sagði síðan af sér. Varðandi umræðu á sam- félagsmiðlum lýsir fólk þar miklu frekar skoðunum. Við höfum ekki náð að skoða þá umfjöllun nægilega vel til að hægt sé að leggja út af henni, ég get ekki fullyrt hvort um var að ræða nei- kvæða umræðu eða jákvæða.“ Urður segir að nú liggi fyrir að greina umræðuna enn frekar og meta hvort, og þá hvernig, eigi að bregðast við henni. Athyglin á Sigmundi Davíð Íslandsstofa hefur fylgst sérstaklega með umfjöllun fjölmiðla í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Þegar Eyjan ræddi við Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóra Íslandsstofu í gær, höfðu um 600 greinar verið skrifaðar um Ísland í Þýskalandi undanfarna þrjá daga og annað eins í Bretlandi og Banda- ríkjunum. „Það er mjög mikil um- fjöllun sem kemur svo sem ekki á óvart, meðal annars í stórum og virtum fjölmiðlum. Hún hefur mikið til verið bundin við nafnið á forsætisráð herranum fyrrver- andi. Það liggur fyrir fyrir að hann komst í fréttir víða og í langflestum tilvikum voru þær neikvæðar en í langflestum tilvikum er ekki meira lagt upp úr þessu.“ Þrátt fyrir neikvæðar fréttir segir Jón að þær hafi ekki kallað á við- brögð. Þannig hafi Íslandsstofa ekki fengið nein viðbrögð í gegn- um vefsíðuna iceland.is eða á sam- félagsmiðla sína, öfugt við það sem gerðist þegar borgarstjórn sam- þykkti að sniðganga vörur frá Ísrael. Þá hafi viðbrögðin verið mikil og sterk, enda Ísrael með sterka hags- munaaðila sem taka til varna fyrir sitt fólk. „Við lítum ekki á þetta mál sem hættulegt fyrir orðspor okkar eða ímynd,“ segir Jón sem telur ekki tilefni til sérstakra aðgerða vegna þessarar miklu umfjöllunar. „Það er afar mikið flóð af fréttum og upp- lýsingum og það þarf mikið að ger- ast til að svona frétt lifi lengi. Svona frétt hefur ákveðinn líftíma og svo beinist athyglin að öðru, til dæmis David Cameron [forsætisráðherra Bretlands] núna. Okkar mat er þess vegna að langtímaáhrifin verði ekki mikil en það fer líka eftir því hvernig við vinnum úr þessu sjálf.“ n Stundargaman Vandræðagangi Sigmundar Davíðs voru jafnvel gerð skil í Ástralíu. Stjórnvöld meta það svo að umfjöllunin komi ekki til með að hafa langvarandi áhrif á orðspor Íslands. MynD ABC/SkjáSkot Af youtuBe Fréttaflutningurinn af Íslandi hreyfði einnig við erlendum fjárfestum í liðinni viku. Það endurspeglaðist meðal annars í hækkandi skuldatryggingaálagi á íslenska ríkið og hærri ávöxtunarkröfu á erlendar skuldir ríkissjóðs og gekk hækkunin aðeins lítillega til baka þegar ljóst varð að núverandi stjórnarflokkar myndu halda samstarfinu áfram og boðað yrði til kosninga næstkomandi haust. Þrátt fyrir að dregið hafi úr pólitískri óvissu í lok síðustu viku þá er það mat erlendra fjárfesta, einkum þeirra sem hafa staðið að baki tugmilljarða vaxtamunar- viðskiptum síðustu misseri, að ástandið sé viðkvæmt og því munu þeir halda að sér höndum meðan óvíst er um framvinduna í íslenskum stjórnmálum. Ólíklegt má telja að framhald verði næstu mánuði á talsverðu innflæði gjaldeyris vegna kaupa fjárfestingarsjóða á íslenskum ríkis- skuldabréfum. Vaxtamunarviðskipti slíkra sjóða hafa numið meira en 60 milljörðum frá því um mitt síðasta ár og haft mikið um það að segja að ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hefur haldist undir 6 prósentum. Kröfuhafar Kaupþings hafa einnig ekki farið varhluta af breyttu pólitísku landslagi hérlendis en þeir velta því núna fyrir sér hvort ástæða sé til að hraða sölu á 87 prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Óttast áhrifamestu kröfuhafar félagsins hvaða áhrif það hefði á söluferlið og verðmæti Arion banka ef næsta ríkisstjórn verður undir forystu Pírata, eins og skoðanakannanir gefa núna til kynna, þar sem lítið sé vitað um stefnu þeirra á sviði efnahags- og bankamála. Fjárfestar lesa óvissu út úr fréttum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.