Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Page 6
Helgarblað 8.–11. júlí 20166 Fréttir Veislan er að hefjast Farðu nýjar leiðir og prófaðu ferskar sérvaldar hrefnulundir á grillið eða pönnuna. IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 AldArgAmAlt hús rifið í hAfnArfirði Húsafriðunarnefnd hefur staðið í vegi fyrir niðurrifinu um árabil en snerist nýlega hugur r úmlega 100 ára hús á útsýnis lóð í Hafnarfirði verður rifið til þess að eig- andinn geti byggt tvö ein- býlishús á lóðinni og annarri samliggjandi lóð. Niðurrifið var heimilað á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 28. júní síðastliðinn en sú ákvörðun byggði á heimild Minjastofnunar frá 7. september í fyrra um að húsið yrði endurnýjað frá grunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eigandinn hef- ur óskað eftir heimild til að rífa hús- ið. Í tvígang hafði húsafriðunarnefnd lagst eindregið gegn niðurrifinu á þeim grunni að „tilveruréttur hússins sé ótvíræður, hvort sem er út frá umhverfislegum eða menningar- sögulegum sjónarmiðum.“ „Mikilvægt að húsinu verði sómi sýndur“ Húsið sem um ræðir stendur á lóð að Hellubraut 7 og var það byggt árið 1907. Í húsaskráningu Byggðasafns Hafnarfjarðar frá árinu 2009 kem- ur fram „að húsið sé gott dæmi um hafnfirskt bárujárnsklætt timburhús sem sökum aldurs falli undir lög um húsafriðun.“ Þá kemur enn fremur fram að Hellubraut 7 sé í hópi tiltölulegra fárra húsa í bænum af eldri gerð og sé varðveislugildi þess ótvírætt, ekki síst þegar horft sé til umhverfisgild- is hússins. Einnig segir að „ sökum einstakrar staðsetningar sinnar sé mikilvægt að húsinu verði sómi sýndur og það lagfært á ytra byrði og það fært í upprunalegri búning.“ Óhætt er því að fullyrða að til- vist hússins og áframhaldandi varð- veisla þess rími við yfirlýsingu í að- alskipulagi Hafnarfjarðarbæjar 2005–2025 en þar segir um eldri byggðir að „mikilvægt sé að varð- veita samfellda byggð sem heild og halda þar með einkennum, sem myndað hafa ramma um líf fyrri tíma. Stuðlað verði að varðveislu, verndun eða friðun sérkenna í húsa- gerð og skipulagi auk annarra stað- bundinna umhverfisþátta þannig að ímynd bæjarfélagsins styrkist.“ Nokkrar tilraunir til niðurrifs Eigandi Hellubrautar 7 er Gunnar Hjaltalín, löggiltur endurskoðandi, sem komið hefur að fjölmörgum fast- eignaverkefnum. Hann keypti húsið í lok árs 2008 auk samliggjandi lóð- ar að Hellubraut 5 fyrir 52,5 milljón- ir króna. Gunnar hefur gert nokkrar tilraunir til þess að fá heimild til þess að rífa húsið en húsafriðunarnefnd hefur staðið í vegi fyrir því. Á fundi 4. mars 2011 var eftirfarandi bókun um Hellubraut samþykkt: „Auk þess að vera reisulegt timburhús og góð- ur fulltrúi hafnfirskra timburhúsa frá upphafi 20. aldar stendur húsið að Hellubraut 7 á mjög áberandi stað uppi á kletti fyrir ofan Strandgötu. Þarna hefur það trónað yfir aðalgötu bæjarins og höfninni í rúmlega 100 ár. Tilveruréttur þess er því ótvíræður, hvort sem er út frá umhverfislegum eða menningarsögulegum sjónar- miðum. Það er því eindregið lagt til að staða þess verði tryggð til framtíð- ar í nýju deiliskipulagi.“ Á fundi húsafriðunarnefndar þann 24. janúar 2012 var enn á ný fjallað um niðurrif hússins og var vísað í skýrslu um ástand hússins sem verkfræðiþjónustan Strendingur ehf. vann. Niðurstaða húsafriðunarnefndar var á þá leið að ekkert komi fram í ástandsskýrslum sem bendi til þess að húsið að Hellu- braut 7 sé verr farið en almennt má telja um hús frá þessum tíma. Ítrek- aði nefndin mat sitt á varðveislugildi hússins og mæltist eindregið gegn því að gefin yrði heimild til niðurrifs. Þvert á móti verði „því og þar með sögu Hafnarfjarðar sýndur sá sómi að því verði gert til góða og að það fái að standa áfram um ókomna tíð.“ Annað hljóð í strokkinn Í framhaldi af bókun húsa- friðunarnefndar óskaði skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar eftir nánari úttekt á innviðum og burðar- virki hússins. Í matskýrslu frá 16. janúar 2012 sem Sigurbergur Árnason arkitekt vann kemur fram að húsinu hafi verið mikið breytt. Upphaflegt útlit er horfið og allar klæðningar að utan og innan úr framandi efnum. Þá hafi húsið verið forskalað eftir 1942 og seinna klætt með plastklæðningu. Byggt hefur verið við það og glugga- skipan breytt. Þá bendi mælingar frá árinu 2012 ótvírætt til þess að mikill raki sé í burðargrind þess og hana verði endurnýja í heild sinni. Á fundi sínum þann 7. september 2015 vísar Minjastofnun í þessa mat- skýrslu og heimilar í kjölfarið endur- nýjun hússins með þeim hætti „að nýtt hús með sama þakformi og – halla og í sömu meginstærðum verði byggt á grunni hins eldra“. Stofnun- in fer fram á að útlit hússins verði hannað með þeim hætti að ný- byggingin styrki sögulega bæjar- mynd Hafnarfjarðar. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8–10 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 2, frá 6. júlí til 17. ágúst 2016. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Hellubraut 7 Húsið var byggt fyrir tæpum 110 árum en það verður rifið ef nýtt deiliskipulag nær fram að ganga. MyNd Sigtryggur Ari Nýbyggingar Svona munu nýju húsin tvö á Hellubraut 5 og 7 líta út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.