Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Page 13
Helgarblað 8.–11. júlí 2016 Fréttir Viðskipti 13
stjórnvöldum er Autonomy Capital,
sem er samtals með eignir upp á um
5 milljarða Bandaríkjadala í stýr-
ingu, en sá sem fer fyrir sjóðnum er
Robert Gibbins. Aflandskrónueign
sjóðsins nemur um 35 milljörð-
um og eru eignirnar nánast að öllu
leyti í ríkisskuldabréfum sem eru á
gjalddaga á næstu átta mánuðum.
Umfram væntingar
lífeyrissjóða
Þrátt fyrir að stórir eigendur
aflandskróna hafi kosið að sitja
hjá í gjaldeyrisútboði Seðlabank-
ans þá hefur Már Guðmundsson
seðlabankastjóri bent á að þeim
hafi fækkað mjög – 1.688 tilboðum
af 1.715 tilboðum sem bárust var
tekið – og þá hafi verið búið svo
um hnútana að þær krónueignir
sem eftir standa muni ekki valda
óstöðugleika þegar farið verður í
að losa um höft á innlenda aðila.
Gert er ráð fyrir því Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra muni
kynna frumvörp sem feli í sér að
afgerandi skref verði tekin til að
opna nánast alfarið á fjármagns-
viðskipti íslenskra heimila og fyrir-
tækja þegar Alþingi kemur saman á
ný um miðjan næsta mánuð. Þá til-
kynnti Seðlabankinn einnig í byrj-
un þessa mánaðar að hann hefði
ákveðið að veita lífeyrissjóðunum
heimild til að fjárfesta erlendis fyr-
ir 40 milljarða og gildir hún til loka
september næstkomandi. Var fjár-
festingarheimildin talsvert meiri
en forsvarsmenn lífeyrissjóðanna
höfðu reiknað með en með sama
áframhaldi stefnir í að sjóðirnir
fái heimild til erlendra fjárfestinga
fyrir meira en 100 milljarða á árs-
grundvelli. n
Rauðarárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18
uppbod.is
Louisa Matthíasdóttir
Jóhannes S. Kjarval
Kristján Davíðsson
Sumarperlur
Vefuppboð nr. 228
Einstakar perlur eftir
íslenska myndlistarmenn
Uppboðinu lýkur 13. júlí
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler
Útsala
Afsláttur f
umgjörðum
20-80%
Mikið bar á Milli stjórnvalda og
stærstu aflandskrónueigenda
n bandarískir fjárfestingarsjóðir vildu losna út á genginu 165 krónur gegn evru n Ítrekaðar tilraunir til samkomulags báru ekki árangur
Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika
Seðlabankans lýsti þeirri skoðun sinni
nýlega á lokuðum fundi hjá íslensku
fjármálafyrirtæki að það mætti losa út
aflandskrónueignir erlendu fjárfestingar-
sjóðanna í skiptum fyrir gjaldeyri úr
forða bankans á genginu 160 til 170
krónur fyrir hverja evru. Þetta kom fram
á fundi sem Sigríður Benediktsdóttir
átti með nokkrum starfsmönnum Kviku
fjárfestingarbanka í lok apríl, samkvæmt
heimildum DV, en tilefni fundarins var
útgáfa Fjármálastöðugleika. Tók Sigríður
hins vegar sérstaklega fram að þetta væri
hennar persónulega skoðun.
Á fundinn voru meðal annars
mættir starfsmenn Kviku sem hafa átt í
nánum samskiptum við stærstu eigendur
aflandskróna og því ljóst að þessi skoðun
eins æðsta stjórnanda Seðlabankans
myndi berast þeim til eyrna. Samkvæmt
heimildum DV vöktu ummælin því
litla hrifningu hjá þeim sem unnu að
undirbúningi áætlunar til að leysa út 320
milljarða aflandskrónueignir þar sem þau
kynnu að hafa skaðleg áhrif á væntinga-
stjórnun stjórnvalda í aðdraganda útboðs
Seðlabankans. Aðeins nokkrum vikum
síðar var opinberað að í útboðinu myndi
aflandskrónueigendum bjóðast að skipta
á eignum fyrir gjaldeyri á genginu 190 til
210 krónur fyrir hverja evru.
Sigríður hefur ákveðið að láta
af störfum hjá bankanum 1. október
næstkomandi en greint var frá þessu
í tilkynningu frá Seðlabankanum fyrr
í vikunni. Hefur henni boðist starf hjá
Yale-háskóla í Bandaríkjunum þar sem
hún mun sinna rannsóknum og kennslu.
Sigríður tók við starfi framkvæmdastjóra
fjármálastöðug leika í ársbyrjun 2012.
vildi hleypa sjóðunum út
á mun hagstæðara gengi