Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Side 28
Helgarblað 8.–11. júlí 201624 Skrýtið Sakamál
VoVeiflegur
atburður í
WaterVale
n Hjónaband Florence og Marks var í rúst n Hún vildi skilnað, hann ekki
Þ
að var á svölu, misturþungu
haustkvöldi, 24. október
2003, sem hjónin Florence
og Mark Unger stóðu á
þaki húsbáts á Lower Herr-
ing-vatni í Watervale í Michigan í
Bandaríkjunum. Ekki var um eig-
inlegan húsbát að ræða þar sem
honum hafði verið komið fyrir á
þurru landi rétt við vatnsborðið og
bústaður sem þau höfðu leigt var
skammt undan.
Hjónaband þeirra stóð, að sögn
vina, á brauðfótum; Florence var
búin að sækja um skilnað og hafði
verið í verulegu andlegu ójafnvægi
vikuna á undan vegna deilna þeirra
hjóna. Engu að síður hafði hún fall-
ist á að fara í helgarferð með Mark
og tveimur sonum þeirra til Wa-
tervale. Þar var að finna dvalarstað
sem fyrr meir, þegar allt lék í lyndi,
hafði verið þeim vé í amstri dagsins.
Þetta þokudrungaða kvöld gerð-
ist voveiflegur atburður sem ekki
var til lykta leiddur fyrr en í júlí árið
2006. En Florence var ekki til frá-
sagnar um nokkuð sem atburðinn
varðaði.
Lík við vatnsbakkann
Síðar sagði Mark þeim sem rann-
sökuðu málið að hann hefði skilið
konu sína eftir á þaki húsbátsins og
farið í bústaðinn til að líta eftir son-
um þeirra.
Þegar hann sneri aftur var Flor-
ence hvergi að sjá en það vakti ekki
með honum ugg; ályktaði hann að
Florence hefði farið í heimsókn til
Linn og Maggie Duncan, eigenda
dvalarstaðarins, en þau bjuggu í
grenndinni.
Mark tók því á sig náðir en þegar
hann vaknaði næsta morgun var
Florence hvergi sjáanleg og þá fyrst
varð hann áhyggjufullur. Hann
hringdi í Duncan-hjónin og þau
fundu blóðugt lík Florence, íklætt
dökkum hlaupagalla, þar sem það
maraði í þrjátíu sentimetra djúpu
vatni við bakka Lower Herring-
vatns.
Grunsemdir vakna
Frá upphafi taldi lögreglan ýmislegt
grunsamlegt við málið allt. Flor-
ence hafði fallið 12 metra niður á
steypt plan, sem var þakið blóð-
blettum, en á einhvern undarlegan
hátt tekist að skríða meira en metra,
klifra yfir steyptan kant og enda í
vatninu.
Sú kenning fékk vængi að Mark
hefði misst stjórn á sér og ýtt Flor-
ence yfir rekkverkið á þaki húsbáts-
ins og síðan dregið hana meðvit-
undarlausa yfir í vatnið. Þar hefði
hann lokið verkinu og sviðsett
morðið sem slys.
Nokkrir sem til þekktu, þar á
meðal faðir Florence, upplýstu að
hún hefði verið myrkfælin í meira
lagi og því ólíklegt að hún hefði
verið sátt við að vera ein á þakinu í
kolniðamyrkri.
Undarleg hegðun
Að sögn Linn Duncan hegðaði
Mark sér undarlega eftir að lík Flor-
ence fannst. Eftir að Linn færði hon-
um tíðindin rauk Mark beint að lík-
inu þó að hann hefði engan veginn,
þar sem hann stóð, getað séð ná-
kvæmlega hvar það var. Einnig var
eftir því tekið að þegar Mark hringdi
í ættingja og vini til að færa þeim
þessa harmafregn þá snökti hann
í um það bil mínútu, en varð síðan
rósemdin uppmáluð.
Mark Unger var ákærður fyrir
morð í maí 2004, en það liðu nærri
tvö ár áður en réttarhöld hófust. Við
réttarhöldin fullyrtu verjendur hans
að hann hefði aldrei getað gert Flor-
ence mein, hann hefði elskað hana
út af lífinu. Þeir bentu á að hand-
riðið á þaki húsbátsins hefði verið
fúið, 25 sentimetrum lægra en regl-
ur kváðu á um og þakið sjálft nánast
mosavaxið. Florence hefði einfald-
lega runnið til og steypst yfir hand-
riðið.
Drukknun eða ekki?
Eins og við var að búast kölluðu verj-
endur og sækjendur til sérfræðinga
í áverkum; læknir sem krufði líkið
af Florence sagði banamein henn-
ar vera höfuðáverka en viðurkenndi
þó að drukknun væri möguleg.
Annar læknir, sem fór ítarlega yfir
krufningarskýrsluna, fullyrti, sækj-
endum til mikillar ánægju, að Flor-
ence hefði drukknað.
Hvað sem þessum vangaveltum
líður þá kom nýr vinkill í ljós; Flor-
ence hafði átt í ástarsambandi við
Glenn nokkurn Stark, vin Marks,
og höfðu þau, örfáum dögum fyrir
dauða Florrence, notið ásta.
Verjandi Marks sagði að skjól-
stæðingur sinn hefði ekki komist að
framhjáhaldi eiginkonu sinnar fyrr
en eftir dauða hennar, svo ekki gæti
það talist ástæða til morðs.
Stórskuldugur spilafíkill
Florence hafði ekki flíkað ástarsam-
bandi hennar og Glenns en hafði
ekki farið í launkofa með þau von-
brigði sem hún hafði orðið fyrir
hvað hjónaband hennar og Marks
áhrærði.
Mark var fyrrverandi veðlána-
miðlari og hafði einnig átt góðu
gengi að fagna sem íþróttaþul-
ur í útvarpi. Heldur hafði sigið á
ógæfuhliðina hjá honum því hann
átti að baki meðferð vegna áfengis-
og eiturlyfjafíknar og var skuldum
vafinn vegna spilafíknar.
Í júní 2006, í níundu viku rétt-
arhaldanna yfir Mark Unger, komst
kviðdómur að þeirri niðurstöðu að
Mark væri sekur um morð að yfir-
lögðu ráði. Það hafði tekið kviðdóm
26 klukkustundir á fjögurra daga
tímabili að komast að þeirri niður-
stöðu.
Dómari í málinu fyrirskipaði að
Mark skyldi vera í varðhaldi þar til
dómur yrði kveðinn upp, sem gert
var 19. júlí. Mark Unger fékk lífs-
tíðardóm án möguleika á reynslu-
lausn. n
Florence Unger
Sérfræðingar voru
ekki á einu máli um
banamein hennar.„… rauk Mark beint
að líkinu þó að
hann hefði engan veginn,
þar sem hann stóð, getað
séð nákvæmlega hvar
það var.
Mark Unger
Þótti grun-
samlegur frá
upphafi.
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Opnunartími
Mán - fim 9:00 -18:00
Föstudaga 9:00 - 17:00
Laugardaga 10:00 -14:00
Sími: 557 6677
Netfang: shelgason@shelgason.is
www.shelgason.is