Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 31
Helgarblað 8.–11. júlí 2016 Menning 27 s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur Ný rúm frá RB rúm Útlendingarnir höfðu ekki heyrt þetta áður og fannst þetta mjög exó­ tískt,“ segir hann og þá segist hann hafa tekið málið í sátt: „Röddin er svolítið eins og hljóðfæri, og íslensk­ an verður svolítið eins gítareffekt sem aðrir geta ekki keypt.“ Náttúra og varhugaverð þjóðernishyggja Addi segir að Sólstafir hljóti stundum sérstaka athygli fyrir ís­ lenskuna og bakgrunninn, það þyki töff og framandi, en hann segist þó vera smeykur við að leggja einhverja sérstaka áherslu á þjóðernið. „Ísland er oft í fréttunum fyrir alls konar fáránlega hluti: Björk, banka­ hrun, Eyjafjallajökull, handboltalandsliðið, Jón Pál og Lindu Pjé. En Norðmönnum finnst líka voða merkilegt að vera frá Noregi, og margir Frakkar eru stoltir af því að vera Frakkar, en mér finnst þetta allt jafn glatað. Þetta eru hættulegir tímar til að vera að hrósa sér fyrir hvaðan maður er, með flóttamanna­ strauminn og allt þetta. Nú sér mað­ ur fólk flagga íslenska fánanum og ég hugsa bara: „Æi …“ Þetta eru skrýtnir tímar.“ En þið eruð samt duglegir við að nota einkennandi íslenska náttúru í myndböndum og á plötuumslögum, er það ekkI? „Jú. Þetta getur alveg orðið klisja og stundum spyr ég mig hvort við séum búnir að ofnota þetta. En Fjara var til dæmis tekin að mestu leyti upp af bandarískum vini okkar sem benti okkur bara á hvað það voru flottir hlutir í bakgarðinum okkar. Fjara var skotin á Suðurlandinu, Lágnætti á Ströndum, og Miðaftan líka á Suðurlandinu. Þetta er sjón­ rænt flott og við fáum ótrúlega mikil viðbrögð frá fólki sem hefur hlustað á tónlistina okkar á Íslandi, til dæm­ is fólk sem hefur keyrt um og hlust­ að á disk með okkur, þá byrjar lag og svo tíu mínútum síðar er komið nýtt veður og nýtt umhverfi og nýtt lag. Oft er fólk bara í einhverju andlegu ferðalagi í bílnum. Það er í alvöru til fólk sem er að koma til Íslands af því að það sá myndbandið við Fjöru. Vinir okkar djóka stundum: hvenær kemur nýja Flugleiðaauglýsingin?“ segir Addi og glottir. „Við ættum að vera á prósentu frá Icelandair. En ég væri líka alveg til í að fara til Grænlands og Afganistan með fjór­ ar þyrlur að skjóta eitthvað flott, ar­ abíska hesta eða hvað sem er, en við erum ekki með „budget“ í það.“ Þungarokk á Rás 2 Fjórða platan, Svartir sand­ ar, kom Sól­ stöfum, árið 2012, á stað sem þeir bjuggust lík­ legast aldrei við, á toppinn á íslensk­ um vinsældalistum. Það var fyrst og fremst lagið Fjara sem sló í gegn. „Þetta var bara slys. Það var svo soft „stöff“ á plötunni að við hugsuð­ um að þungarokkararnir ættu eftir að jarða okkur – yfirgefa okkur. Sem betur fer höfðum við rangt fyrir okk­ ur hvað það varðar. En heimskuleg­ ustu hugmyndirnar eru yfirleitt þær sem reynast bestar: að gera lag eins og Fjöru, nota banjó í þungarokkslag eða eitthvað. Okkur finnst ekki gam­ an að gera bara örugga hluti og erum ekki mikið fyrir að endurtaka okkur. Ef við þurfum að spyrja: „Erum við í alvöru að fara að gera þetta?“ þá er svarið alltaf, „Já, auðvitað!““ Á síðustu plötu fengu Sólstafir hjálp frá útvarpsþulnum Gerði G. Bjarklind til að lesa upp veður­ fregnir og á nýjustu plötunni, Óttu frá 2014, notast þeir við banjóplokk og strengjaspil frá hljómsveitinni Amiinu. Tilraunagleðin hefur skilað sér og Ótta hefur hlotið góðar við­ tökur bæði heima og erlendis. Nafnið og lagatitlar plötunnar eru þematengdir, byggðir á eykta­ mörkum, fornum tímaviðmiðum sem notast var við áður en klukkur urðu almenn eign. „Eina sem við slepptum var „há­ degi“ – það gekk ekki – við notuðum miðdegi í staðinn. Það er hægt að sjá margt í þessum titlum, þetta eru átta hlutar, sólarhringurinn, árstíð­ irnar, hringrás lífsins. Textarnir eru ekki beint tengdir titlunum, en það eru margar skírskotanir í ákveðinn tíma sólarhringsins. Við áttum svo í smá rökræðum um nafn á plötunni. Fyrst átti hún að heita Eykt en það gekk ekki vegna byggingarfyrirtækis­ ins. En þetta hefur vakið miklu meiri athygli en mig grunaði, sérstaklega erlendis.“ Rokkstjörnulífið þreytist fljótt Undanfarin ár hafa Sólstafir verið nánast viðstöðulaust á tónleikaferð­ um um heiminn. Addi segir að „Heimskulegustu hugmyndirnar eru yfirleitt þær sem reynast bestar. Strengir og banjó Á nýjustu plötu Sólstafa halda félagarnir áfram að þróa tilraunakenndan þungarokkshljóm sinn. Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðapr ntun. Ljósmynda-, striga- og segulpre tun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.